fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Harry sagður hafa fundið nýja föðurímynd 

Fókus
Miðvikudaginn 28. ágúst 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins er sagður hafa fundið sér „nýja föðurímynd“ í kjölfar mikilla stirðleika í sambandi hans og föður hans, Karls Bretakonungs. Er Harry sagður leita mikið til nágranna síns, Kanadamannsins David Foster sem er margfaldur Grammy-verðlaunahafi.

The Times of London segir frá þessu en í umfjölluninni kemur fram að Harry hafi sést talsvert mikið með Foster sem er nágranni Harry og Meghan í Montecito í Kaliforníu.

Foster er 74 ára, einu ári yngri en Karl Bretakonungur, og er gríðarlega afkastamikill lagahöfundur. Hefur hann samið lög fyrir flytjendur á borð við Celine Dion, Michael Jackson og Whitney Houston svo örfáir séu nefndir. Segir í umfjöllun The Times of London að Foster hafi leikið lykilhlutverk í að aðstoða Harry og fjölskyldu hans við amð koma sér fyrir í Bandaríkjunum.

Eiginkona Fosters er leik- og söngkonan Katharine McPhee og segir hún að samband þeirra Harry og Fosters sé fallegt „eins og hjá feðgum“.

Katharine McPhee og David Foster. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni