fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fókus

Spúði ælu á skemmtistað vegna Ozempic

Fókus
Mánudaginn 26. ágúst 2024 13:27

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan og milljarðarmæringurinn Caroline Stanbury segir að vera á Ozempic sé langt frá því að vera dans á rósum.

Það fylgja lyfinu ýmsar aukaverkanir, eins og ógleði, uppköst, niðurgangur og viðkvæmur magi, en áfengi gerir þetta bara verra eins og Stanbury lærði sjálf.

Sjá einnig: Kæra framleiðanda Ozempic vegna aukaverkana – Mun aldrei hafa eðlilegar hægðir aftur

Hún var á skemmtistað og fékk sér í glas þegar hún, að eigin sögn, spúði ælu yfir allt.

'Despite The Falling Snow'- UK Gala Screening - Arrivals
Caroline Stanbury. Mynd/Getty Images

Stanbury er ein af húsfreyjunum í The Real Housewives of Dubai. Hún var á dögunum gestur í hlaðvarpsþætti Page Six, Virtual Reali-Tea, og greindi frá því að hún væri á Ozempic og að hún gæti ekki lengur drukkið áfengi.

Atvikið átti sér stað á bar í Hollywood og hún sagðist ekki hafa verið búin að drekka mikið.

„Þú drekkir hálft glas og þú bara bókstaflega… það er ekki möguleiki að ná að hlaupa á klósettið,“ sagði hún.

„Ef þú hefur ekki spúð ælu á Ozempic þá hefurðu ekki lifað,“ sagði hún kímin.

Sjá einnig: Ég tók Ozempic til að stjórna matarlystinni en uppgötvaði óvænt hliðaráhrif lyfsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni