Það fylgja lyfinu ýmsar aukaverkanir, eins og ógleði, uppköst, niðurgangur og viðkvæmur magi, en áfengi gerir þetta bara verra eins og Stanbury lærði sjálf.
Sjá einnig: Kæra framleiðanda Ozempic vegna aukaverkana – Mun aldrei hafa eðlilegar hægðir aftur
Hún var á skemmtistað og fékk sér í glas þegar hún, að eigin sögn, spúði ælu yfir allt.
Stanbury er ein af húsfreyjunum í The Real Housewives of Dubai. Hún var á dögunum gestur í hlaðvarpsþætti Page Six, Virtual Reali-Tea, og greindi frá því að hún væri á Ozempic og að hún gæti ekki lengur drukkið áfengi.
Atvikið átti sér stað á bar í Hollywood og hún sagðist ekki hafa verið búin að drekka mikið.
„Þú drekkir hálft glas og þú bara bókstaflega… það er ekki möguleiki að ná að hlaupa á klósettið,“ sagði hún.
„Ef þú hefur ekki spúð ælu á Ozempic þá hefurðu ekki lifað,“ sagði hún kímin.
Sjá einnig: Ég tók Ozempic til að stjórna matarlystinni en uppgötvaði óvænt hliðaráhrif lyfsins