fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fókus

Sláandi myndir: Katie Price handtekin á flugvellinum

Fókus
Föstudaginn 9. ágúst 2024 09:43

Mynd/Getty/The Sun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska glamúrfyrirsætan Katie Price var handtekin þegar hún lenti á Heathrow flugvelli í morgun. Hún var að koma heim frá Tyrklandi eftir að hafa gengið undir sjöttu andlitslyftinguna.

Handtökuskipun var gefin út á hendur hennar í lok júlí eftir að hún mætti ekki í dómsal þar sem átti að taka fyrir úrskurð um gjaldþrot hennar. Þess í stað flaug hún til Tyrklands til að gangast undir enn aðra fegrunaraðgerðina.

Sjá einnig: Handtökuskipun gefin út á hendur Katie Price

Glamúrfyrirsætan var mynduð að sóla sig við hótelsundlaug í Tyrklandi á dögunum. The Sun birti sláandi myndir af henni sem hafa vakið mikla athygli. Skoðaðu þær hér.

Dvöl Price á hótelinu var umdeild en aðrir hótelgestir kvörtuðu undan henni. Í samtali við The Sun sagði einn þeirra að glamúrfyrirsætan hafi eyðilagt frí þeirra þegar hún sólaði sig við sundlaugina með skurði og sáraumbúðir í andliti.

Handtekin

Price flaug heim í morgun og var handtekin á Heathrow flugvellinum, níu dögum eftir að hún var eftirlýst.

The Sun birti myndir frá handtökunni sem má sjá hér.

Ætlaði ekki í fleiri aðgerðir

Katie Price hefur farið í margar fegrunaraðgerðir í gegnum árin og hefur alltaf verið opin um þær. Hún hefur meðal annars farið sextán sinnum í brjóstastækkun og er núna með þau stærstu til þessa. Í mars í fyrra sagðist hún ekki ætla að gangast undir fleiri aðgerðir á andliti.

„Þegar ég var í förðun áðan, þá horfði ég í spegilinn og hugsaði: „Ég er svo ljót.“ Núna hugsa ég: „Ekki gera meira við andlitið þitt.“ Því þú veist, ég er komin með þetta „fegrunaraðgerðar útlit“, þar sem er augljóst að ég hafi lagst oft undir hnífinn. Ekki að það trufli mig, því ég gerði mér þetta sjálf. En stundum þarf maður aðeins að slaka á,“ sagði hún í fyrra.

Hún virðist hafa skipt um skoðun þar sem hún gekkst undir sjöttu andlitslyftinguna í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“