fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Þetta eru ráðleggingar sérfræðinga þegar þú situr við dánarbeð ástvinar

Fókus
Mánudaginn 17. júní 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Haltu áfram að tala við ástvin þó að hann sé búinn að gefa upp öndina,“ er meðal ráðlegginga sem sérfræðingar gefa þegar fólk stendur í þeim sporum að ástvinir liggja banaleguna. Ástæðan er sú að heyrnin er sögð vera síðasta skynfærið sem hættir að virka og því getur það verið sefandi tilhugsun að ástvinurinn fái síðustu orð þín með sér inn í sumarlandið.

Þetta er erfitt hlutskipti að kveðja sína nánustu en það er því miður  eitthvað sem nánast allir þurfa að ganga í gegnum á lífsleiðinni. Algengt er að fólk verði óöruggt og stressað og fyllist jafnvel eftirsjá yfir því hvernig stundin þróaðist sem er auðvitað afar sorglegt.

Daily Mail tók saman stutta umfjöllun um málefnið en í henni kemur fram að ráðleggingar þeirra sem starfa á líknardeildum sé að hafa skilaboðin stutt og einföld á kveðjustundinni.

„Segðu „ég elska þig“, „takk fyrir all“ eða „það verður í lagi með mig“,“ eru ráðleggingar frá hjúkrunarfræðingi sem starfar á líknadeild á bandarísku sjúkrahúsi. Séu erfið mál en óleyst þá getur það fólki liðið betur með það að biðjast afsökunar á hverju framferði eða tjá viðkomandi að honum sé fyrirgefið sé það tilbúið til þess.

Þá sé gott að taka sér góðan tíma í að kveðja og ekki veigra sér við að sýna tilfinningar. Mikilvægast er að vera til staðar, gera allt umhverfið sem þægilegast fyrir þann sem liggur banaleguna. Orð eru stundum óþörf og stundum er hlý snerting í þögninni allt sem þarf.

Sömuleiðis eftir kveðjustundinni ætti fólk að íhuga hvort að það vilji yfirgefa herbergið áður en starfsfólk spítala fer að sinna störfum sínum við að fjarlægja lík hins látna. Það er ekkert endilega notaleg minning að fylgjast með því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?