fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Þekktur leikari skotinn til bana

Fókus
Mánudaginn 27. maí 2024 07:57

Johnny Wactor.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Johnny Wactor var skotinn til bana í miðborg Los Angeles á laugardag. Wactor, sem var 37 ára, var einna best þekktur fyrir leik sinn í sápuóperunni General Hospital.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að Wactor hafi komið að þremur mönnum sem voru að reyna að fjarlægja hvarfakútinn úr bifreið hans. Um er að ræða hluta af pústkerfi bílsins og getur nýr slíkur kútur kostað nokkur hundruð þúsund krónur.

Málsatvik eru óljós en einn þessara þriggja manna dró upp skotvopn og skaut Wactor. Hann var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið en úrskurðaður látinn við komuna þangað. Byssumaðurinn er enn ófundinn.

Wactor lék í tæplega 170 þáttum af General Hospital á árunum 2020 til 2022 sem hafa verið sýndir frá árinu 1963. Þá lék hann í þáttunum Army Wives, Westworld og Criminal Minds.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld