fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Allt logar í samfélagi fegurðadrottninga í Bandaríkjunum – Tvær afsala sér titlum útaf ógnarstjórnun og andlegu ofbeldi

Fókus
Fimmtudaginn 9. maí 2024 17:00

UmaSofia Srivastava og Noelia Voigt á góðri stundu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt logar í fegurðarbransanum í Bandaríkjunum eftir að tvær fegurðardrottningar ákváðu með nokkra daga millibili að afsala sér titlum sínum í kjölfar ásakana um einelti og andlegt ofbeldi yfirboðara keppnanna.

Noelia Voigt, Miss USA, sendi frá sér tilkynningu í byrjun vikunnar að hún hygðist afsala sér titli sínum í þágu andlegrar heilsu sinnar. Voigt hafði borið titilinn í sjö mánuði en hún er fyrsta konan í 72 ár til þess að afsala sér Miss USA-titlinum.

Tíðindin vöktu því mikla athygli en ekki síst í ljósi þess að yfirlýsing Voigt virðist innihalda falin skilaboð. BBC er meðal þeirra miðla sem fjallaði um þá staðreynd að fyrsti stafurinn í hverri málsgrein í yfirlýsingunni myndaði setninguna „I AM SILENCED“ eða „Það er verið að þagga niður í mér“.

Ástandið var því eldfimt þegar  hin 17 ára gamla UmaSofia Srivastava, handhafi Miss Teen USA, ákvað sömuleiðis að afsala sér titli sínum. Sagði hin unga fegurðardrottning í yfirlýsingu að persónuleg gildi sínu færu ekki saman við gildi þeirra sem eiga og reka Miss Teen USA-keppnina.

Vaknaði á nálum hvern dag

New York Post fjallaði ítarlega um málið en í umfjölluninni kemur fram að fegurðardrottningar tvær hefðu tekið höndum saman um að hverfa á braut enda voru þær við það að bugast yfir ómannlegum vinnuaðstæðum og því eitraða andrúmslofti sem ríkti meðal stjórnenda keppnanna.

Voigt hafi til að mynda vaknað á nálum hvern dag við tölvupósta og skilaboð frá yfirboðurum sínum sem innihéldu ýmsar skipanir, boð og bönn. Til að mynda var samfélagsmiðlanotkun Voigt undir smásjá og færslur skrifaðar fyrir hana. Þá var henni skipað að læka sumar færslur og aflæka aðrar sem hún hafði ef til vill leyft sér að bregðast við. Þá var hún með afar ítarlega dagskrá á hverjum degi og því fylgdu leiðbeiningar um við hverja hún mátti tala og hverja hún átti að hunsa.

Óhlýðnaðist hún þá ætti hún yfir höfði sér lögsókn og samningsriftun.

Hin unga Srivastava upplifði svipað álag og nokkru áður en hún afsalaði sér titlinum höfðu foreldrar hennar stigið inn í og til að mynda bannað bein samskipti stjórnenda við dóttur þeirra.

Málið hefur vakið mikla athygli vestra og skapað miklar umræður um andlega heilsu þeirra sem að lifa og hrærast í fegurðardrottningabransanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð