fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Reiðarslag fyrir Harry Bretaprins eftir að höllin sendi honum konunglegan fingurinn

Fókus
Miðvikudaginn 8. maí 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum sögum fer um meint illindi milli Harry Bretaprins og bresku krúnunnar. Höllin hefur ekki formlega staðfest deilurnar en mörgum þykja skilaboðin þó vera skýr – Harry hefur verið útskúfað.

Miðlar erlendis telja óhjákvæmilegt að lesa annað úr því sem átti sér stað í dag. Harry er staddur í Bretlandi til að fagna 10 ára afmæli Invictus-leikanna, viðburð sem Harry kom á laggirnar fyrir  hermenn sem urðu fyrir líkamstjóni við skyldustörf.

Afmælishátíðin fór fram í St. Paul kirkjunni. Þangað mætti Harry einn síns liðs í dag, en enginn úr fjölskyldu hans mætti til að sína stuðning sinn, enda voru þau vant við látin. Karl Bretakonungur hafði nefnilega slegið upp heljarinnar garðveislu í Buckingham höll sem fór fram á sama tíma og Invictus-fögnuðurinn.

Harry hafði áður sagt í opinberri yfirlýsingu að heimsókn hans til Bretlands væri til að fagna afmæli Invictus-leikanna og gerði hann ekki ráð fyrir að hitta föður sinn sem væri vant við látinn.

Á móti tilkynnti höllin að Vilhjálmur Bretaprins væri að taka við herdeildinni sem Harry fór áður fyrir – nokkuð sem margir túlka sem móðgun við Harry, sérstaklega að gera það núna.

Invictus-leikarnir höfðu áður fullan stuðning krúnunnar en nú hefur konungsfjölskyldan dregið formlegan stuðning sinn til baka. Heimildarmaður frá breskar hernum sagði í samtali við DailyBeast að mörgum þyki ósanngjarnt að Invictus-leikarnir, sem séu samtök með göfugt markmið, séu að verða á milli í þessum konunglegu deilum. Samtökin hafi verið stofnuð út frá þeirri forsendu að þau nytu konunglegs stuðnings. Því sé um ákveðinn forsendubrest fyrir starfseminni að ræða.

Ekki þykir heldur tilviljun að konungur hafi blásið til 5.000 manna garðveislu á einmitt þessum tíma. Þeir sem hlutu boð í veisluna þorðu ekki öðru en að láta sjá sig enda margir hikandi við að láta tengja sig við Harry af ótta við útskúfun.

Daily Beast greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“