Á mánudagskvöldið átti sér stað einn stærsti tískuviðburður heims – Met Gala. Stjörnurnar mættu í sínu fínasta pússi á Metropolitan listasafnið. Í ár var þemað: „Sleeping Beauties: Reawakening Fashion“ og fatakóðinn, eða dress code, var: „The Garden of Time“, sem er smásaga eftir J. G. Ballard.
Aðeins útvaldir fá boðskort á Met Gala og samþykkir Anna Wintour, ritstýra Vogue, gestalistann.
Sjá einnig: Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Það mætti segja að nekt hafi verið óvænt þema í ár. Svo vinsælt að New York Times fjallaði um vinsældir „nakta kjólsins“ – eða „naked dress“ eins og hann er kallaður – í ár.
En það var líka annað sem vakti athygli þeirra sem horfðu á rauða dregilinn heima hjá sér.
„Allir virðast vera blautir,“ sagði áhrifavaldurinn Mandy Lee á TikTok þegar hún fór yfir klæðnað stjarnanna frá kvöldinu.
„Það er svo mikil bleyta og raki á þessu Met Gala.“
Þessi „bleyta“ virðist tengjast þemanu, Garden of Time, en stjörnurnar sóttu innblástur í jörðina, sjóinn og loftið.
Það virtist einnig vera vinsælt að vera með hárið blautt, að líta út fyrir að vera nýstigin úr sturtunni.
Stjörnurnar skiptu um föt fyrir vinsæla eftirpartýið.