fbpx
Fimmtudagur 13.júní 2024
Fókus

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Fókus
Sunnudaginn 14. apríl 2024 15:30

Tinna Rúnarsdóttir. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur. Ég á fjögur börn og þar af þrjú ung börn. Þannig ég get ekki farið til Srí Lanka með ekkert í höndunum bara til að leita. Það er ekki hægt. En ég er líka námsmaður og ligg ekki á sjö eða átta hundruð þúsund sem þarf í svona ferð,“ segir Tinna Rúnarsdóttir í viðtali við Vísir.is til styrktar þeirri vegferð sinni að hafa uppi á ættingjum sínum Sri Lanka.

Tinna var ættleidd ársgömul til Íslands frá Srí Lanka árið 1985. Hér hefur hún átt gott líf en hana langar til að komast í samband við ættingja sína í heimalandinu. Hún hefur notið aðstoðar Auri Hinriksson við leitina en Auri er líklega búin að hafa upp á móður Tinnu. Auri var í fyrra sæmd fálkaorðunni fyrir störf sín í þágu ættleiddra. Hafði hún þá  aðstoðað um 35 Íslendinga sem leitað hafa uppruna síns í Sri Lanka. Síðan hefur bæst í hópinn.

Tinna segir að skrýtnar tilfinningar fylgi leit hennar að upprunanum. Hún hugsi reglulega til fólksins, hvort blóðmóðir hennar vilji hitta hana, hvort hún vilji vita af henni, hvernig hún líti út og hvort hún verði ánægð af að vita af því að hún eigi fjögur barnabörn sem hún hefur aldrei hitt.

Hún segir ennfremur: „Auri sendi mér mynd, en ég var ekki alveg viss. Ég á eina mynd af okkur saman en ég þori ekki að bera þær of mikið saman af því að ég er svo viss um að óskhyggjan geri það að verkum að maður sjái líkindi.“

Tinna segir ennfremur þetta um söfnunina sem hófst í síðustu viku:

„Mér leið alveg skelfilega með það að biðja fólk um peninga. En svo hugsaði ég að það væri kannski til að styðja svona vegferð. Ég er ekki að biðja um pening fyrir mat eða af því mig langar til sólarlanda. Heldur er ég að fara í stórt verkefni sem skiptir mig svo miklu máli.“

Þeim sem vilja styrkja Tinnu á þessari vegferð og gera henni endurfundina við móður hennar mögulega er bent á þessar reikningsupplýsingar:

Kt. 091184-8189 Reikningur: 0123-15-154927

Sjá viðtalið á Vísir.is

Sjá Facebook-síðu Tinnu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Draumateymið eru stjörnurnar sem hafa tröllriðið fyrirsögnum ársins – Fyrrverandi J. Lo, Baby Reindeer parið og Gypsy Rose

Draumateymið eru stjörnurnar sem hafa tröllriðið fyrirsögnum ársins – Fyrrverandi J. Lo, Baby Reindeer parið og Gypsy Rose
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skömmunum rignir yfir RÚV – „Vér mótmælum öll“

Skömmunum rignir yfir RÚV – „Vér mótmælum öll“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þakkar litlu Ellý fyrir að standa með sér – „Þú hefur sýnt það og sannað að þú trúir á okkur“

Þakkar litlu Ellý fyrir að standa með sér – „Þú hefur sýnt það og sannað að þú trúir á okkur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég geri mitt besta til að lifa einn dag í einu og gera það besta úr hverjum degi sem mér er gefinn“

„Ég geri mitt besta til að lifa einn dag í einu og gera það besta úr hverjum degi sem mér er gefinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaftáreldar 1783–1784 – Voru þeir örlagavaldur í þróun vestrænna samfélaga?

Skaftáreldar 1783–1784 – Voru þeir örlagavaldur í þróun vestrænna samfélaga?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn segir það hjálpa ferli sínum að vera lögblindur

Leikarinn segir það hjálpa ferli sínum að vera lögblindur