Söngkonan Gwen Stefani segir hjónaband hennar og tónlistarmannsins Blake Shelton standa sterkum fótum.
Undanfarið hefur orðrómur verið á kreiki um að skilnaður sé yfirvofandi.
„Sannleikurinn er sá að ég er ástfangin af besta vini mínum og allt þetta sem er í gangi í hausnum mínum, það er bara það, ég er að ofhugsa,“ segir hún í viðtali hjá Nylon.
Stefani segir þau reyna að veita kjaftasögunum enga athygli.
„Þegar þú ert ástfangin og þið eruð samstíga, þá getur enginn haft áhrif á okkur. Þú getur sagt það sem þú vilt um sambandið okkar, ég meina fyrir viku síðan áttum við að vera að skilja [samkvæmt öðrum]. En þetta er bara lygi, við vitum sannleikann.“