fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Grímur leitar á náðir Facebook eftir að leitin að upprunanum endaði í öngstræti – „Af einlægni óska ég eftir hjálp við leitina að fjölskyldu minni“

Fókus
Laugardaginn 16. mars 2024 16:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hefur leitað á náðar Facebook til að hafa uppi á tveimur mönnum sem hann telur mögulega hálfbræður sína. Hann hafi leitað ættingja sinna undanfarna mánuði en leitin nú rekin í strand. Grímur hafi því ákveðið að opinbera leit sína í von um að einhver geti liðsinnt.

Segir Grímur að málið megi rekja til þess að fyrir 12 árum hafi hann komist að því að uppeldisfaðir hans hafi ekki verið líffræðilegur faðir hans. Í kjölfarið hafi Grímur fengið þau sláandi tíðindi að líffræðilegan faðir hans væri ekki að finna á Íslandi.

Það hafi tekið tíma að melta þessar upplýsingar, en nú sé kominn tími til að gera eitthvað í málinu og finna ræturnar. Grímur veit hver faðir hans var, David Gwyn Parson. Hins vegar hefur Grímur líka fengið upplýsingar um að David hafi látið lífið árið 1981.  David kom frá Wales en var búsettur í Dublin þremur árum áður en hann kom til Íslands árið 1970. David átti tvö syni áður en hann kom hingað til lands, þá Mark og Timothy sem Grímur leitast nú eftir að hafa uppá.

„Undanfarna mánuði hef ég reynt að hafa uppi á þessu fólki, líffræðilegri fjölskyldu minni en ég virðist nú komin í öngstræti. Því hef ég ákveðið að opinbera leit mína í von um að fólk í Wales eða öðrum stöðum geti aðstoðað mig. Ég bið alla sem hafa tengsl við Wales að deila þessari færslu. Af einlægni óska ég eftir hjálp við leitina að fjölskyldu minni“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram