fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

„Það vildu allir unglingsstrákar Drago-klippingu“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 12. janúar 2024 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudagslagið með Hr. Eydís er komið í gang eftir jólafrí og eighties-lag dagsins er No Easy Way Out með Robert Tepper. Lagið kom út í lok árs 1985, samhliða kvikmyndinni Rocky IV, en lagið hljómaði einmitt í þeirri mynd. Lagið er svokallað „one hit wonder“ en önnur lög með söngvaranum Robert Tepper náðu ekki sömu hæðum og hann náði með því lagi.

Það hjálpaði reyndar að lagið var leikið á mjög dramatísku augnabliki í kvikmyndinni sem varð alveg gríðarlega vinsæl. En kvikmyndin speglaði baráttu stórveldanna í kalda stríðinu í formi þeirra Rocky Balboa og Ivan Drago í boxhringnum. Íslenskir unglingar flykktust á myndina, margir oftar en einu sinni og Drago-burstaklippingin varð mest umbeðna klippingin á rakarastofum landsins í kjölfarið.

„Það vildu allir unglingsstrákar Drago-klippingu“ segir Örlygur söngvari og gítarleikari Hr. Eydís og hlær dátt að minningunni. „Maður fór með blaðaúrklippu af Ivan Drago (Dolph Lundgren) á hárgreiðslustofuna og bað um að verða klipptur alveg eins og hann, það tókst reyndar misvel“.

Instagram: eydisband

Facebook: Hr. Eydís

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 19 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?