Kim Mathers, fyrrverandi eiginkona rapparans Eminem, var mynduð á almannafæri í fyrsta sinn í fimm ár. Bandaríska útgáfa The Sun birti myndir af Mathers og segja hana nær óþekkjanlega.
Mathers, 48 ára, og Eminem, 50 ára, kynntust árið 1987, þegar þau voru aðeins 15 og 13 ára, og voru sundur og saman í nokkra áratugi.
Þau eignuðust Hailie árið 1995, giftust árið 1999 og skildu árið 2001. Þau giftust aftur árið 2006 en skildu þremur mánuðum seinna. Það er óhætt að segja að samband þeirra hafi verið stormasamt á köflum og kom Kim gjarnan fyrir í rapptexta Eminem.
Mathers var mynduð setja ýmsa hluti í bíl sinn í Michigan fyrr í vikunni. Myndirnar má sjá á vef Sun.
Heimildarmenn segja að það sé gott á milli Kim og Eminem og að dóttir þeirra sé í forgangi. Hailie er áhrifavaldur og heldur úti hlaðvarpinu Just A Little Shady.
Kim var síðast mynduð árið 2018 og hefur breyst talsvert í útliti síðan þá. Meðal annars hefur hún bætt við nokkrum nýjum húðflúrum.