fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fókus

Ofurfyrirsætur níunda áratugarins og Annie Lennox slógu botninn í Vogue World

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. september 2023 15:00

Lennox í jakka hönnuðum af Richard Quinn Mynd: Vogue

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nostalgía níunda áratugarins sló botninn í viðburðinn Vogue World í London í gærkvöldi. Viðburðurinn var byrjunarviðburður tískuvikunnar í London sem fer fram næstu daga, 15. – 19. september.

Það besta í breskri menningu og tísku var tekið fyrir í 40 mínútna dagskrá og steig fjöldi listamanna, leikara, söngvara og dansara á svið og meðal áhorfenda. Helstu nöfn menningar- og tískubransans voru viðstödd viðburðinn. 

Annie Lennox söngkona hljómsveitarinnar Eurythmics sem átti miklum vinsældum að fagna á níunda áratugnum steig á svið ásamt kór meðan fyrirsætur gengu um salinn. 

Fjórar ofurfyrirsætur 80´s eða níunda áratugarins stigu síðan á svið, þær Naomi Campbell, Cindy Crawford, Christy Turlington og Linda Evangelista, við dynjandi lófaklapp. Undir hljómaði lag Eurythmics, Must Be Talking To an Angel. 

Naomi Campbell, Cindy Crawford, Christy Turlington og Linda Evangelista
Mynd: Vogue

Forsíða Vogue í janúar árið 1990 tekin af Peter Lindbergh af fimm vinsælustu og launahæstu fyrirsætum níunda áratugarins varð heimsfræg. Sú fimmta, Tatjana Patitz í miðju, lést úr brjóstakrabbameini í janúar á þessu ári. Fimmmenningarnir eru álitnar sem upprunalegu ofurfyrirsæturnar.

Fimmmenningar komu fram í tónlistarmyndbandi George Michael fyrir lagið Freedom árið 1990.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina