fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2024
Fókus

Atvinnupar í áti leitar að áskorunum á Íslandi

Fókus
Mánudaginn 3. júlí 2023 18:30

Randy Santel vinnur við það að éta

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Von er á óvenjulegum gestum til Íslands í þessari viku en þá mun parið Randy Santel og Katina DeJarnett sækja landið heim. Það sem gerir parið óvenjulegt er atvinna þeirra en þau Randy og Katina eru atvinnumenn í áti og ferðast um heiminn í leit að mataráskorunum á veitingastöðum, til að mynda þar sem í boði er að klára eitthvað ákveðið magn af mat fyrir tilsettan tíma.

Slíkar áskoranir eru vinsælar erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum, og leita Randy og Katina – sem kallar sig Katina eats kilos,  þær uppi, taka myndband af herlegheitunum og birta á samfélagsmiðlum. Vinsældir efnisins eru slíkar að parið hefur fulla atvinnu af. Randy er með rúma 1,6 milljónir fylgjenda á youtube-síðu sinni en Katina tæplega 600 þúsund. Má því með sanni segja að Randy og Katina séu sannkallaðar „áthrifavaldar“.

 

Sem dæmi um vinsæl myndbönd Randys er þegar hann graðkar í sig tæplega 5 kg steik og stærsta morgunmat heims, samkvæmt heimsmetabók Guiness, á veitingastaðnum Hard Boiled Egg í Írlandi. Randy át þar reyndar tvöfaldan skammt.

Á heimasíðu sinni segist Randy hafa byrjað feril sinn sem atvinnuátvagl árið 2010 en tíu árum síðar heyrði hann í Katinu út af sameiginlegu verkefni en þá hafði hún aðeins verið í eitt ár í bransanum. Ástin kviknaði og nú ferðast parið vítt og breitt um Bandaríkin og jafnvel heimshornanna á milli að éta allt sem hönd á festir.

Parið kemur til landsins þann 5. júlí næstkomandi og hyggjast dveljast hérlendis í rúma viku eða til 13. júlí. Þau hafa nú óskað eftir aðstoð á samfélagsmiðlum um mataráskoranir á íslenskum veitingastöðum sem þau geta reynt sig á og að sjálfsögðu tekið átökin upp.

Verður að teljast mikil synd að árlegt kótilettukappát Hrafnistu er yfirleitt skipulagt að vetri til.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Freyr hefur þurft að læra að lifa með sorginni – „Hann, Eldar, var flottur og fallegur strákur“

Freyr hefur þurft að læra að lifa með sorginni – „Hann, Eldar, var flottur og fallegur strákur“
Fókus
Í gær

Risa myndaveisla: Glamúr og glæsilegheit á forsetafögnuði Ísdrottningarinnar

Risa myndaveisla: Glamúr og glæsilegheit á forsetafögnuði Ísdrottningarinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lifir enn á því að Vigdís hafi veifaði henni

Lifir enn á því að Vigdís hafi veifaði henni
433FókusSport
Fyrir 2 dögum

Liverpool, Arsenal eða United? – Þetta eru liðin sem forsetaframbjóðendurnir halda með í enska og íslenska boltanum

Liverpool, Arsenal eða United? – Þetta eru liðin sem forsetaframbjóðendurnir halda með í enska og íslenska boltanum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk sér í glas og rankaði við sér eftir tvær vikur – „Ég var nær dauða en lífi“

Fékk sér í glas og rankaði við sér eftir tvær vikur – „Ég var nær dauða en lífi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir mestu skömm lífs síns að hafa hótað hljómsveit lífláti: „Búinn að senda sms: Þögn“

Segir mestu skömm lífs síns að hafa hótað hljómsveit lífláti: „Búinn að senda sms: Þögn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Enginn mórall hjá Skítamóral og tónleikum ekki aflýst

Enginn mórall hjá Skítamóral og tónleikum ekki aflýst
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“