fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Jennifer afhjúpar hvaða athugasemd um aldur hennar fái hana til að sjá rautt – „Gerir mig bilaða“

Fókus
Föstudaginn 9. júní 2023 15:29

Jennifer er á sextugsaldri og flott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jennifer Aniston er orðin 54 ára gömul, og þar sem aldur er bara tala er hún enn sama skvísan og þegar hún lék í vinsælu þáttunum Friends á tíunda áratug síðustu aldar, þegar allar konur vildu líkjast henni og hársnyrtistofur höfðu varla við að taka á móti kúnnum sem vildu klippingu sem minnti á Rachel í Friends.

Jennifer segir að því að vera á sextugsaldri fylgi þó stundum leiðinlegar athugasemdir, sem þó eru settar fram í búningi hróss. Það er einkum ein slík athugasemd sem henni leiðist, og hreinlega gerir hana bálreiða. Jennifer segir að fólk eigi að gæta tungu sinnar því frasinn „þú lítur vel út miðað við aldur, ætti frekar að vera þú lítur vel út – punktur.“

Leikkonan hreinlega þolir ekki þessa setningu, en hún sé merki um þessa tilhneigingu samfélagsins til að líta á konur sem útrunna mjólkurvöru eftir að þær ná tilteknum aldri.

„Þetta gerir mig bilaða. Ég þoli þetta ekki. Þetta er einhver vani í samfélaginu þar sem við erum með þessi leiðarmerki á borð við – Nú ertu komin á þetta stig, svo fyrir þinn aldur þá… – Ég veit ekki einu sinni hvað þetta þýðir. Ég er í betra formi heldur en ég var í á þrítugsaldri og mér líður betur hugarfarslega, líkamlega og andlega. Allt er 100 prósent betra,“ sagði leikkonan í samtali við breska Vogue.

Hún segir að eftir að hafa reynt áratugum fyrir sér með líkams- og heilsurækt þá sé hún búin að finna út nákvæmlega hvað virkar best fyrir hana. Hún hafi um tíma fyndið fyrir miklum þrýstingi að æfa verulega stíft en það hafi aðeins leitt til þess að hún slasaðist.

„Þegar þú ert með þetta hugarfar – ég verð að taka 45 mínútna þolæfingu því annars er ég ekki að æfa nógu vel- verður það þreytandi. Ég trúði þessu svo lengi að ég bara kulnaði og rústaði líkama mínum.“

Hún segir að það sé hættulegt að hugsa um líkamsrækt með þeim hætti að fólk þurfi að finna fyrir líkamlegum óþægindum eða sársauka til að vita að þau hafi reynt nægilega mikið á sig.

„Sjúkraþjálfarinn minn lét mig hafa Barbie-dúkku sem var þakin límböndum,“ en límböndunum var ætlað að tákna þau meiðsl sem leikkonan hefur glímt við í gegnum árin. Nú leggur leikkonan stund á líkamsrækt heima hjá sér sem nefnist Pvolve til að viðhalda styrk sínum, en þær æfingar felast í æfingum sem leggja lítið álag á liðina. Æfingarnar byggja virkum hreyfiferlum í bland við létt viðnám, en æfingarnar þykja draga úr verkjum og auka hreyfigetu líkamans.

„Vinkona mín, sem ég hafði ekki hitt síðan í faraldrinum, algjörlega umbreytti líkama sínum. Líkaminn hennar var gullfallegur og hún sagðist aldrei hafa fundið fyrir meiri orku.“

PageSix greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki