fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Aðdáendur Britney Spears tapa sér yfir samsæriskenningu um barnsföður hennar – „Hann er að nota hana“

Fókus
Föstudaginn 2. júní 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Britney Spears hefur ekki átt sjö daganna sæla. Eftir að hafa verið sjálfræðissvipt í vel rúman áratug fékk hún loksins völdin til baka í lífi sínu en hefur síðan verið undir smásjá fjölmiðla og má varla hnerra öðruvísi en að eftir því sé tekið.

Hafa heilu heimildarmyndirnar verið gerðar um mál hennar, í hennar óþökk, og ganga ýmsar sögusagnir fjöllum ofar um andlega heilsu hennar, hjónaband hennar, samband hennar við syni sína og aðra fjölskyldumeðlimi – svo dæmi séu tekin.

Ekki eru það bara fjölmiðlar sem fylgjast vel með heldur eru aðdáendur hennar sífellt á vaktinni og tilbúnir að stökkva til átrúnaðargoðinu til varna, ef þeir meta sem svo að þörf sé á. Gekk þetta aðeins of langt nýverið þegar aðdáendur kölluðu til lögregluna eftir að hafa oftúlkað færslur frá söngkonunni á samfélagsmiðlum. Varð þetta til þess að söngkonan þurfti að biðja opinberlega um vægð, enda varð henni brugðið þegar lögregluna bar að heim til hennar vegna gruns um að hún væri óstöðug.

Samsæriskenningar um Hawaii

Nú hafa aðdáendur beint sjónum að barnsföður söngkonunnar, Kevin Federline, en hann á með Britney tvo syni sem eru í dag 16 og 17 ára unglingar. Fram hefur komið að Britney á ekki góðu sambandi við sinn fyrrverandi sem og synina, en mun þeim síðarnefndu hafa mislíkað að móðir þeirra fagnaði frelsinu með tíðum nektarmyndum af sér á Instagram, en þeir urðu fyrir aðkasti samnemenda sinna í skóla vegna þess. Gekk Kevin svo langt að veita formlegt fjölmiðlaviðtal um stöðuna fyrir nokkru, ásamt drengjunum, þar sem þeir fóru yfir samskipti sín við söngkonuna og létu jafnvel að því liggja að Britney væri ekki hæf til að stjórna eigin lífi.

Nú styttist í að drengirnir verði lögráða, en eins og flestir vita lýkur þá meðlagsskyldu forsjárlausra foreldra. Ekki hefur Kevin sjálfur haft slíka atvinnu að það standist samanburð við gífurleg auðæfi söngkonunnar og verður það því væntanlega töluverður missir fyrir hann að verða af þessum tekjum.

Nú mun standa til að Kevin flytjist búferlum með fjölskyldu sína til Hawaii og telja aðdáendur Britney sig vita hvers vegna flutningurinn stendur til. Það er svo að í Hawaii er hægt að rukka meðlag þar til ungmenni eru orðin allt að 23 ára gömul séu þau námsmenn.

„Hann er að gera þetta því dómstólar geta neytt hana til að borga meðlag þar til þeir verða 23 ára í Hawaii,“ skrifaði einn aðdáandi á Twitter. Annar skrifaði sambærilega færslu: „Kevin að vilja sárlega flytja til Hawaii tengist pottþétt meðlagsgreiðslum.“

Vangreidd skólagjöld fyrir dóm

Öðrum aðdáendum þótti tímasetningin grunsamleg þar sem flutningurinn er að eiga sér stað í kjölfar þess að Kevin hefur verið stefnt af skóla yngri barna sinna fyrir að skulda rúmlega tvær milljónir í skólagjöld.

„Kevin Federline er stefnt fyrir að borga ekki fyrir menntun barna sinna og ákveður svo að flytja til Hawaii þar sem hann getur sótt um að fá meðlag frá Britney þar til drengirnir eru 23 ára. Það er sorglega augljóst að Britney er enn föst og mun vera það áfram á meðan svo margir treysta peningana hennar,“ skrifaði einn.

„Hann er að nota hana fyrir peninga,“ skrifaði annar.

Til að byrja með greiddi Britney barnsföður sínum tæpar þrjár milljónir á mánuði í meðlag, en árið 2018 fór Kevin fram á hækkun. Ekki er ljóst hversu mikið meðlagsgreiðslurnar hækkuðu en hann og Britney komust að samkomulagi síðar á því ári.

Venja er fyrir því í Bandaríkjunum að meðlagsgreiðslur eru aðeins greiddar þar til barn verður 18 ára, þó stundum megi framlengja þær um ár ef barn er ógift og í fullu námi.

Talsmaður söngkonunnar hefur gefið út að Britney ætli ekki að leggjast gegn flutningnum, en mun eiginkona Kevin vera þar komin með vinnu og hefur störf í ágúst.

Kevin á í heildina sex börn. Synina tvo með Britney og svo á hann 18 ára dóttur og tvítugan son með fyrrum unnustu sinni Shar Jackson og svo á hann dæturnar Jordan, 11 ára, og Peyton, 9 ára, með núverandi eiginkonu sinni.

PageSix greinir frá 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki