fbpx
Laugardagur 03.júní 2023
Fókus

Kim Kardashian rýfur þögnina um sambandsslitin við Pete Davidson

Fókus
Fimmtudaginn 25. maí 2023 14:29

Kanye West, Kim Kardashian og Pete Davidson. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian opnar sig um sambandsslit hennar og grínistans Pete Davidson.

Stjörnurnar voru saman um níu mánaða skeið, leiðir þeirra skildu í ágúst 2022. Hingað til hefur Kim lítið sem ekkert tjáð sig opinberlega um sambandsslitin.

Fyrsti þáttur þriðju þáttaraðar af The Kardashians fór í loftið á Hulu í gær og fengu áhorfendur að skyggnast á bak við tjöldin varðandi endalok sambands þeirra.

Í þættinum var Kim að spjalla við systur sína, Khloé Kardashian, og fyrrverandi mág sinn, Scott Disick.

Hún sagði að hún og Pete hafi rætt nokkrum sinnum um að hætta saman, áður en þau hættu saman. „Ég er stolt af mér sjálfri. Við töluðum oft saman, bara virkilega töluðum saman, og við áttum mjög opin samskipti um þetta. Þetta er augljóslega sorglegt,“ sagði hún.

Pete og Kim á Met Gala 2022. Mynd/Getty

„Við vorum saman í níu mánuði. Þetta er langur tími,“ sagði hún og bætti við að hún hafi aldrei átt í skammtímasamböndum, heldur taki hún ástinni alvarlega.

Kanye West spilaði hlutverk

Raunveruleikastjarnan nefndi ekki ástæðuna fyrir því að þau hafi hætt saman en gaf til kynna að það hafi kannski haft eitthvað með áreiti fyrrverandi eiginmanns hennar, Kanye West, í garð Davidson.

Sjá einnig: Stormasöm helgi hjá Kanye West – Kallaði Pete Davidson fávita og birti persónuleg skilaboð frá honum

Hún viðurkenndi að hún væri með samviskubit vegna áreitisins en Kanye tók Pete linnulaust fyrir, birti ótal færslur á samfélagsmiðlum og gekk meira að segja svo langt að grafa leirútgáfu af grínistanum lifandi í tónlistarmyndbandi.

Skjáskot úr umdeilda tónlistarmyndbandinu.

„Hann þurfti að ganga í gegnum ýmislegt vegna míns fyrrverandi,“ sagði hún.

Sjá einnig: Birtir einkasamtal hans og Kim Kardashian – Óttast um öryggi Pete Davidson

Seinna í þættinum sagði Kim að hegðun Kanye hafi haft mikil áhrif á hana og óttast hún hvaða áhrif hún muni hafa á framtíðarsambönd hennar.

„Ég fer fram og til baka með þetta, alveg úff, mun einhver vilja vera með mér? Ég á fjögur börn, ég er á fimmtugsaldri. Og þú veist, hver mun vilja díla við allt dramað?“ sagði hún en bætti við að hún hefur þó ekki gefið upp vonina að finna þann rétta.

„En sá rétti mun vera alveg: „Gleymum þessu. Þetta mun vera erfitt en við erum saman.“ Þannig ég er að bíða eftir þeirri manneskju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hera hætt komin á Hornströndum þegar hún sá fallegri sjón en hún hafði nokkru sinni áður séð

Hera hætt komin á Hornströndum þegar hún sá fallegri sjón en hún hafði nokkru sinni áður séð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán er gestur í fyrsta þætti af Fókus: „Þetta er líka spurning um arfleifðina sem þú skilur eftir þig“

Ásdís Rán er gestur í fyrsta þætti af Fókus: „Þetta er líka spurning um arfleifðina sem þú skilur eftir þig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Barn „brenndist“ í andliti við að borða sellerí – Móðirin varar foreldra við

Barn „brenndist“ í andliti við að borða sellerí – Móðirin varar foreldra við
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja mál málanna skítugt og að leðja slettist á alla – „Hvað heldur þú að hann hafi tapað miklum pening á þessu rugli?“

Segja mál málanna skítugt og að leðja slettist á alla – „Hvað heldur þú að hann hafi tapað miklum pening á þessu rugli?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vigdís hífir aðra tónlistarmenn upp – „Getur verið bilað hark“

Vigdís hífir aðra tónlistarmenn upp – „Getur verið bilað hark“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Útskriftarmynd skiptir netverjum í fylkingar

Útskriftarmynd skiptir netverjum í fylkingar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Holmes brosti og hló þegar hún mætti til að hefja 11 ára fangelsisvist

Elizabeth Holmes brosti og hló þegar hún mætti til að hefja 11 ára fangelsisvist