fbpx
Fimmtudagur 01.júní 2023
Fókus

Leikari nánast óþekkjanlegur eftir dramatíska lífsstílsbreytingu

Fókus
Mánudaginn 22. maí 2023 17:30

Ethan t.h. í My Name Is Earl

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Athen Suplee gerði garðinn frægan í grínþáttunum My Name Is Earl og hefur í gegnum tíðina verið þekktur fyrir að vera þéttvaxinn. Þegar hann vigtaði sig fyrir tæpum tveimur áratugum og áttaði sig á því að hann væri orðinn rúmlega 250 kg ákvað hann að skipta um gír og hóf að stunda líkamsrækt og borðaði hollari mat. Hann hefur nú ákveðið að fjalla opinberlega um þetta ferðalag sitt í hlaðvarpinu American Glutton, en þar talar hann fyrir því að fólk elski sig sjálft og segir að stundum geti aukið frelsið fylgt dramatískum lífsstílsbreytingum.

Myndir/Instagram

„Einu sinni var allur heimurinn ómögulegur. Að sigra heiminn er enn ómögulegt svo ég einbeiti mér bara að einum degi í einu,“ sagði hann í færslu á Instagram um helgina.

„Ef það reynist of þungt að hugsa um allan daginn þá einbeiti ég mér að núverandi stund. Einmitt núna er ég í góðu lagi og ég get sigrað núið.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ethan Suplee (@ethansuplee)

Suplee deilir reglurlega færslum þar sem hann opnar sig um baráttuna sem það er að koma sér í form. Hann sagðist hafa átt í óheilbrigðu sambandi við mat og byrjaði að taka átköst þegar hann var aðeins fimm ára gamall. Hann hafi náð að verða svo þungur að hefðbundin vigt gat ekki vigtað hann heldur þurfti hann iðnarðarvigt. Hann hafi árum saman notað mat, áfengi og fíkniefni til að deyfa sig, en árið 2002 urðu kaflaskil þegar hann ákvað að setja tappann í flöskuna.

Hann segir að eiginkona sín, Brandy Lewis, hafi veitt honum innblástur. Þau kynntust fyrst sem táningar og urðu nánir vinir. Þau hittust svo síðar í lífinu og þá tókust með þeim ástir. Árið 2002 hafið hann verið á föstu með Brandy í um ár.

„Ég fékk þá, í fyrsta sinn í lífi mínu, áhuga á framtíðinni og að geta upplifað hana með henni. Eins og að geta varið heilum degi að rölta um söfn eða fara í ferðalög, eða gönguferðir, sem á þeim tíma ég gat líkamlega ekki,“ sagði hann í viðtali við People í fyrra.

„Í fyrsta sinn var ég ekki að fá að heyra alvarlegar áhyggjur frá einhverjum um heilsuna mína heldur tók hún mér algjörlega eins og ég var frekar en hvernig ég leit út. Svo ég hugsa að þetta hafi orðið grundvöllurinn að því að mér tókst að ná markmiðum mínum.“

Suplee tekur fram að sú aukna hamingja sem hann hafi fundið í dag tengist því ekki að vera léttari, heldur frekar því að hann hafi sett sér markmið og síðan náð þeim. Vissulega séu þetta hégómaleg markmið en hverjum sé ekki sama, hann hafi aldrei leyft sér slíkt í fortíðinni.

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ethan Suplee (@ethansuplee)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vigdís hífir aðra tónlistarmenn upp – „Getur verið bilað hark“

Vigdís hífir aðra tónlistarmenn upp – „Getur verið bilað hark“
Fókus
Í gær

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla

Afrekskonurnar Lukka Mörk og Ronja í nýrri auglýsingu Vinnupalla