fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Blush og Bókasafn Kópavogs taka höndum saman – Bjóða kynlífstæki til útláns

Fókus
Laugardaginn 1. apríl 2023 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í fyrsta sinn á Íslandi verður nú hægt að fá kynlífstæki til útláns en um er að ræða samstarfsverkefni kynlífstækjaverslunarinnar Blush og Bókasafn Kópavogs. Þannig gefst einstaklingum tækifæri til þess að prófa og upplifa vöruna án þess að skuldbinda sig tækinu. Hér er jafnframt verið að svara eftirspurn og óskum viðskiptavina Blush,“ svo segir í fréttatilkynningu frá Blush í dag.

Þar er vitnað til þess að eigandi Blush, Gerður Huld Arinbjarnardóttir sé stolt af því að Blush sé þannig orðin fyrsta og eina kynlífstækjaverslun landsins sem býður upp á þennan möguleika. Þetta sé eins stór liður í umhverfisstefnu fyrirtækisins en bæði Blush og Bókasafn Kópavogs styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og starfa með samfélagsábyrgð og sjálfbærni að leiðarljósi.

Bókasafn Kópavogs hefur einnig verið framarlega í tækninýjungum og framþróun og með þessu samstarfi er stefnt að endurnýtanlegri og grænni framtíð.

Tekin var ákvörðun að bjóða upp á Reset vörulínuna til útláns en um er að ræða kynlífstæki hönnuð af Gerði sjálfri. Línan er framleidd hjá vottuðum verksmiðjum og inniheldur mun minna af óumhverfisvænum efnum en sambærileg tæki. Einnig verður hægt að fá spilin Forleik og Sambönd til útláns.

Í tilefni þess verður Blush stemning á Bókasafni Kópavogs í dag en Gerður mætir á svæðið milli klukkan 13:00 – 15:00 að kynna gestum og gangandi fyrir fyrirkomulaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu