fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
Fókus

Kærastinn vill sofa hjá systur hennar

Fókus
Þriðjudaginn 21. mars 2023 20:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sér eftir því að hafa spurt kærasta sinn um kynlífsfantasíuna hans. Hún veit ekki hvort hún komist yfir svar hans og biður kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre, um ráð.

„Eitt kvöldið vorum við að stunda kynlíf og ég spurði hann hvort hann væri með einhverja fantasíu. Hann hikaði aðeins og sagði að mér myndi ekki líka vel við svar hans. Ég hélt að þetta væri eitthvað ævintýragjarnt, eins og að stunda kynlíf utandyra, eða jafnvel nota mat í kynlífi, þannig ég krafðist þess að hann myndi segja mér,“ segir konan.

„Hikandi sagði hann: „Jæja, mig langar mjög mikið að stunda kynlíf með systur þinni.“

Þarna var þetta, það ömurlegasta sem ég hef heyrt,“ segir konan.

Hún er 24 ára og kærasti hennar er 25 ára. Þau hafa verið saman í átta mánuði og hún hélt að sambandið þeirra væri á góðum stað.

„Ég var orðlaus sem virtist hafa gert hann stressaðan og hann gat ekki hætt að tala. Hann útskýrði að honum þykir systir mín aðlaðandi og meira að segja velti því fyrir sér upphátt hvort hún myndi vera til í tuskið. Ég átti erfitt með að trúa því sem ég var að heyra,“ segir hún.

„Ég sagði honum að ef hann myndi einhvern tíma sofa hjá systur minni þá væri sambandi okkar lokið.“

Hringdi í systur sína

„Ég hélt að systir mín hafði ekki hugmynd um þetta en svo gaf kærasti minn í skyn að hann hafi einhvern tíma haft tækifæri til að stunda kynlíf með henni áður fyrr. Ég hringdi í systur mína og hún viðurkenndi að hann hafi lagt til að þau myndu sofa saman en hún hafi hafnað honum og þótt þetta óþægilegt. Hún sagði við mig að hún myndi aldrei sofa hjá honum, en hvernig get ég treyst honum? Mér finnst eins og ég sé ekki hans fyrsta val. Er ég að bregðast of hart við? Ég veit ekki hvernig mér á að líða eða hvernig ég á að höndla þetta,“ segir konan.

Ekki skaðlaus fantasía

Deidre svarar og gefur konunni ráð. „Það kemur oft fyrir að karlmenn laðist að systur maka síns þar sem þær eru oft líkar í útliti eða persónuleika. Við erum öll mennsk og þó svo að þið séuð í sambandi þá laðast maður oft að öðru fólki. En þegar þú ert skuldbundinn annarri manneskju þá er mikilvægt að þú gerir ekkert í þessum tilfinningum og því miður er þetta ekki dæmi um skaðlausa fantasíu,“ segir hún og heldur áfram:

„Hann reyndi við systur þína sem sýnir að hann var tilbúinn að halda framhjá þér og ber litla virðingu fyrir sambandi ykkar og sambandi ykkar systranna. Þegar þú treystir ekki kærasta þínum þá hefurðu endalausar áhyggjur. Þér finnst þú nú þegar ekki nóg fyrir hann. Þér á aldrei að líða eins og þú sért í keppni við aðrar konur, hvað þá systur þína, þegar þú ert í heilbrigðu sambandi.“

Að lokum hvetur hún konuna til að íhuga alvarlega hvort að hún sjái framtíð með þessum manni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ásdís Rán kemur með glamúrinn á OnlyFans

Ásdís Rán kemur með glamúrinn á OnlyFans
Fókus
Í gær

Hasar í fegurðarsamkeppni – Eiginmaður trylltist á sviði yfir að hans kona var ekki valin sú fegursta

Hasar í fegurðarsamkeppni – Eiginmaður trylltist á sviði yfir að hans kona var ekki valin sú fegursta
Fókus
Fyrir 2 dögum

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri

Al Pacino á von á barni – Kærastan 53 árum yngri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins

Atvinnuleysi, slys, fíkniefni og morð – Bölvun Ofurmennisins