fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Mansal, morð og pyntingar – Strangtrúuðu systurnar sem seldu stúlkubörn í vændi og myrtu 300 manns

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 17. mars 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Delfina, María del Carmen, María Luisa og María de Jesús González Valenzuela voru mexíkóskar systur, fæddar á árunum 1912 til 1924. 

Saman frömdu þær ólýsanlega glæpi allt þar til upp um þær komst árið 1964. 

Meðal þess sem systurnar voru ákærðar fyrir var morð, mansal, mannrán, vændissala, misþyrmingar á börnum svo og fullorðnum, skipulögð glæpastarfsemi, ólöglegar fóstureyðingar og mútur. 

Sannleikur eða lygi?

Almenningur og fjölmiðlar hreinlega misstu sig og urðu fyrirsagnir blaðanna af glæpum systranna sífellt æsilegri eftir því sem dagarnir liðu. Og þegar að gula pressan var farin að að tengja systurnar við djöfladýrkun og ungbarnamorð vissi almenningur ekki lengur hvað var rétt og hvað var uppspuni. 

En saga systranna reyndist í raun ótrúlegri og óðgeðslegri, en nokkrum hefði komið til hugar.

Glæpirnir sjokkeruðu ekki aðeins íbúa Mexíkó heldur allan heiminn enda er talið að systurnar hafi myrt um 200 manns og sennilegast er talan nær 300.

Æskuárin

Æska systranna var furðuleg og óhugnanleg. 

Móðir þeirra, Bernadina, var það strangtrúaður kaþólikki að líkja mátti við maníu. Hún baðst fyrir frá morgni til kvölds, á milli þess sem hún sótti kirkju og þuldi úr biblíunni yfir dætrum sínum. 

Faðir þeirra, Isidro, sinnti áfengisneyslu af sama krafti og kona hans sinnti trú sinni. Hann misþyrmdi Bernardinu og dætrunum í drykkjuköstunum en á næturnar reið hann á hesti um bæinn, til að vernda bæjarbúa gegn glæpum, eins og hann sjálfur sagði.

Báðir foreldrar hafa eflaust átt við geðræn vandamál að stríða sem aldrei voru greind.

Ef að Bernardina taldi að systurnar hefðu gert eitthvað gegn boðum biblíunnar misþyrmdi hún dætrum sínum, andlega og líkamlega. Sama má segja um Isidro, sem reglulega fékk það í kollinn að dætur hans hefðu gert eitthvað til að setja blett á heiður fjölskyldunnar. 

Sjaldnast skildu stúlkunnar hvað þær áttu að hafa gert af sér sem kallaði á slíkar barsmíðar.

Luisa was the youngest of the four sisters. She was also known as “Eva the Leggy One.” Like Carmen, she was involved with the brothels, but she didn’t receive as much notoriety. Luisa died alone in her jail cell. Her body wasn’t discovered until the next day and the rats had already begun to feast on her remains.
Luisa

Nýtt líf

Um miðjan fjórða áratuginn byrjuðu þrjár elstu systurnar að vinna í spunaverksmiðju. Vinnudagurinn var langur og erfiður og kaupið lágt. Þær dreymdi um betra líf. 

Carmen, sú næstelsta, var fyrst til að flýja heimilið. Hún hóf ástarsambönd við ýmsa vafasama menn, flesta henni miklu eldri, og sé fljótt yfir sögu farið drap faðir hennar einn þeirra, refsaði þá ófrískri Carmen grimmilega, og flúði bæinn, eftirlýstur fyrir morð. 

Árið 1938, þegar Carmen var tvítug, varð hún ástfangin af öðrum manni sem fékk hana til að opna með sér krá.

Viðskiptin gengu prýðilega, aðallega vegna viðskiptavits Carmen, en svo fór að elskhuginn stakk af með gróðann. En þó ekki allan því Carmen hafði haft vit á að fela hluta hans og fyrir það fé opnaði hún sjálf lítinn bar. 

Eina myndin sem vitað er til að tekin hafi verið á bar systranna.

Delfina, elsta systirin, hafði einnig verið barin svo illa af föður sinum vegna ástarsambands að henni var ekki hugað líf og þegar hún sá hvað viðskiptin gengu vel hjá Carmen ákvað hún sjálf að fara að stunda viðskipti. 

Delfina er almennt álitin klárust en jafnframt grimmust og gráðugust systranna. Og hvað gat gefið af sér betur en að selja kynlíf?

Nóg var eftirspurnin. 

Fyrsta vændishúsið

Delfina og Carmen sameinuðu krafta sína og opnuðu vændishús. Delfina sá um að manna starfsemina með því að lokka til 13 til 16 ára stúlkur, fátækar bændadætur úr nálægum þorpum, sem hún lofaði vel launuðu störfum sem þjónustustúlkur. 

Síðar bættust tvær yngstu systurnar, þær Luisa, einnig kölluð Eva, og de Jesus, í reksturinn. 

Vændishúsið var kolólöglegt en samt sem áður voru bæði stjórnmálamenn og lögreglumenn fastagestir. 

Hluti stúlknanna sem systurnar misnotuðu.

Reksturinn gekk prýðilega allt þar 1948 þegar að slagsmál brutust út, skotum var hleypt af og vændishúsið fékk óþægilega mikla umfjöllun. Delfina skellti þá í lás og fór með ungu stúlkurnar í tveggja vikna ferð um Mexíkó.

Hún stoppaði á öllum bæjarhátíðum, setti upp „sölubás” undir því yfirskyni að selja áfengi en í raun var varan varnarlaus stúlkubörn sem hún stjórnaði með hótunum og ofbeldi.

Þegar að ferðinni lauk var Delfina með tvær fullar ferðatöskur af reiðufé. 

Barðar, sveltar, pyntaðar

Systurnar opnuðu röð vændishúsa og fór Delfina reglulega í ferðir í leit að nýjum „nemendum” eins og hún kallaði stúlkurnar. Það kom fyrir að þær neituðu atvinnutilboði hennar um „vel launuð þjónustustörf” og greip hún þá oft til þess ráðs, ásamt elskhuga sínum sem var hermaður, að ræna þeim.

Sérstaklega ef þær voru fallegar. 

Systurnar höfðu lært sitthvað af foreldrum sínum og komu hryllilega fram við ungu stúlkurnar, kynlífsþrælana sem mokuðu inn fé fyrir þær. Þær voru barðar, sveltar, pyntaðar, þeim neitað um svefn og látnar sæta kynferðislegri misnotkun svo að segja allan sólarhringinn. 

Fallegustu stúlkurnar voru geymdar fyrir auðmenn og yfirvöld sem greiddu sérstaklega fyrir afar ungar stúlkur sem voru hreinar meyjar. 

Það er engin leið að ímynda sér hvað þessi stúlkubörn þurftu að ganga í gegnum. 

Dauðinn daglegt brauð

Þar sem reksturinn var orðinn viðamikil,l réðu þær fyrrverandi fanga og glæpamenn, sem þær kölluðu „lífverði“ til að unnt væri að fylgjast með hverri stúlku.

Eðlilega urðu margar þeirra barnshafandi og voru pyntaðar fyrir slík „mistök” áður en að einhver systranna eða samstarfsaðila þeirra tók að sér að framkvæma fóstureyðingu á einhverju skítugu gólfi eða borði. 

Það kom einstöku sinnum fyrir að stúlku tókst að leyna að hún væri með barni en um leið og barnið var fætt og systurnar komust að því, var barnið tekið og það myrt. 

Flest fórnarlömbin voru grafin á lóð búgarðs sem systurnar höfðu fest kaup á en stundum nenntu þær ekki að hafa fyrir því, sérstaklega ef um ungabörn var að ræða, og hentu líkunum einfaldlega á ruslahaugana. 

Fjöldi stúlkna í vændishúsum systranna lést, ýmist af misþyrmingum eða eftir eina af „aðgerðum” systranna.

Lét aðra um skítverkin

En þegar Delfina tók ákvörðun um að myrða þyrfti stúlku vildi engin systranna óhreinka sig á því. Því myrtu „lífverðirnir“ stúlkurnar að kröfu systranna auk þess sem viðskiptavinir hafa næstum örugglega átt sök á dauða einhverra þeirra.

Það var ávallt fylgst með þeim þar sem systurnar létu bora gægjugöt á alla veggi og var alltaf einhver á vakt að fylgjast með stúlkunum og viðskiptavinum vændishúsanna.

Að því kom að ein stúlka var valin á dag, yfirleitt af handahófi, og misþyrmt fyrir framan hinar. Stundum voru þær barðar með naglaspýtum, stundum klipnar með logandi járnum eða látna sæta uppáhaldspyntingu systranna: Að krjúpa á hnjánum með hendur úr og voru settir múrsteinar á handleggi og höfuð viðkomandi stúlku. Mátti hún ekki hreyfa sig svo klukkustundum skipti nema sæta enn harðari refsingu. 

The sisters kept a very close eye on all of their pupils. Any time one of the girls violated the strict rules, they were subjected to humiliation and torture. Pictured: A girl kneels down with outstretched arms. Then bricks are placed in each hand and one on top of her head. She must hold that pose for an indefinite amount of time.
Eina myndin sem vitað er af til sé af uppáhaldsrefsingu systranna.

Ef að systurnar urðu varar við að eftirspurn eftir sérstakri stúlku fór minnkandi var farið með hana á búgarðinn og henni misþyrmt og hún síðan myrt. 

Flest drottni þóknanlegt

Systurnar skiptu með sér verkum. Delfina var ólæs og sá Carmen því um bókhaldið, meðal annars að greiða yfirvöldum mútur til að halda starfseminni gangandi. Luísa sá um barinn og de Jesus rak eldhúsið. 

Delfina var aftur á móti klárlega sú sem öllu stjórnaði með harðri hendi, samviskulaus með öllu. 

Til að hala inn enn meiri gróða gerði hún þá kröfu að stúlkurnar keyptu af henni allar nauðsynjar á við fatnað, hreinlætisvörur og mat svo og þá skartgripi og förðunarvörur sem hún krafði þær um að nota. Varninginn seldi hún á uppsprengdu verði sem tryggði henni að stúlkurnar, sem aðeins fengu örlítinn hluta þess sem hún seldi „þjónustu“ þeirra á, væru alltaf í skuld við hana. 

Sá Carmen til að þess að skrá niður skuld hverrar einustu stúlku í stóra bók sem hún lét aldrei frá sér. 

Systurnar litu samt á sig sem heittrúaðar, fóru reglulega í messu og kröfðust þess að stúlkurnar læsu biblíuna í þeim litla frítíma sem þær fengu. En að þeirra mati var vændi ekki synd ef að ákveðnum reglum væri fylgt. 

Delfina

Af einhverjum ástæðum trúðu þær, eða sögðust síðar trúa, að drottinn væri fullkomlega sáttur við aðfarir þeirra nema ef að stúlkurnar „syndguðu” með því að kyssta viðskiptavinina, samþykkja endaþarmsmök, taka þátt í hópkynlífi eða það allra versta: Stunduðu kynlíf hver með annarri, sama hvað viðskiptavinur var reiðubúinn að greiða fyrir að horfa á slíkt. 

Í eitt skiptið ré Luisa inn tvær bandarískar vændiskonur sem voru ekki að láta slíkar reglur standa í vegi fyrir sér og höluðu vel inn fyrir vikið.

En þegar að Delfina komst að því varð hún sturluð úr reiði og þess fullviss að þeirra himneski faðir myndi aldrei fyrirgefa systrunum og sennilegast refsa þeim grimmilega fyrir hinar amerísku syndir. 

Þolinmæði yfirvalda á þrotum

Carmen lést úr krabbameini árið 1950, 32 ára gömul. Þar sem hún hafði séð um skuldastöðu kynlífsþrælana hafði Delfina ekki hugmynd um hvað hver stúlka skuldaði. Hún sýndi því þeim þá náð að fella niður allar skuldir svo lengi sem stúlkurnar biðu allar fyrir sál Carmen.

Var það í fyrsta og eina skiptið sem hún felldi niður nokkra skuld.

Carmen

Og þannig liðu árin og höluðu systurnar inn fé á misþyrmingum og dauða ungra stúlkna.

En í kosningum árið 1962 komst til valda stjórn sem hafði mun minni þolinmæði fyrir spillingu en forverar þeirra og voru svo að segja allir valdamenn sem héldu verndarhendi yfir systrunum reknir úr starfi.

Svo fór að Delfina sá sig knúna til að loka starfseminni og fóru þær Luisa með stúlkurnar á búgarð systranna þar sem hún læsti þær inni meðan að hún hugsaði sinn gang. 

Delfina og de Jesus

De Jesus fór með annan hóp stúlkna á annan felustað og læsti þær inni í litlu herbergi í hálft ár.

Flestar þeirra létust þar sem de Jesus sinnti þeim lítið sem ekkert.

Sumar dóu úr hungri, aðrar úr kynsjúkdómum sem þær höfðu ekki lengur lyf við, og flestar þær sem eftir lifðu misstu vitið í einangruninni innan um lík vinkvenna sinna. 

Hugrökk stúlka

En í janúar 1962 tókst einni stúlkunni, Catalinu Ortega, að flýja. Hún fann skrifstofu saksóknara þar sem hún settist niður og sagði frá misnotkun, pyntingum og morðum systranna. Frásögnin tók margar klukkutíma. 

Almenningu réðist að systrunum við handtökuna.

Lögregla var send á búgarðinn og systurnar eftirlifandi handteknar. Sagan hafði þá spurst út og þurfti lögregla að kalla út aukamannskap við að flytja systurnar á lögreglustöð þar sem öskureiður almenningur hafði safnast saman og krafðist þess að hengja systurnar án dóms og laga.

Við uppgröft á lóðinni fundust lík 80 kvenna, 11 karlmanna og fjöldi fóstra og líka ungabarna. Þó er talið að um innan við helming fórnarlamba systranna hafi um að ræða. Einnig fannst mikið magn mannabeina, það illa brunnum að ómögulegt var að vita fjölda hinna látnu, aldur eða kyn. 

Systurnar neituðu í öllum ásökunum á hendur sér. 

Þær fengu allar lengsta dóm sem unnt var að fella í Mexíkó, 40 ár. Fjöldi samverkamanna þeirra fékk einnig dóma fyrir sína glæpi. 

Gríðarlegur fjöldi líka fannst á lóð systranna. Myndin er tekin við uppgröft þar.

Örlög systranna

Delfina, sú sem alltaf þótti sterkust og grimmust af systrunum, tók fangelsisvistinni verst og var þess fullviss að allir væru að reyna að myrða hana. Missti hún smám saman vitið. Hún lést eftir þriggja ára fangelsisvist þegar að iðnaðarmenn við lagfæringar á fangelsinu misstu fötu af steinsteypu og lenti sú á höfði Delfinu, sem var á gangi á hæðinni fyrir neðan. Hún lést strax við höggið. 

Luisa lést úr krabbameini árið 1984. Hún fannst tveimur dögum eftir látið og höfðu þá rotturnar í fangelsinu haldið það ógeðfellda veislu að líkið mun hafa verið illa farið. 

Maria was the youngest sister. She happens to be the only one of them that walked out of prison alive. Legend has it she met a 64-year-old man while they were both incarcerated and once they were released, they got married. The couple lived in obscurity until they died of old age.
De Jesus

De Jesus einbeitti sér að trúnni innan veggja fangelsisins, reyndist vera fyrirmyndafangi og fékk því ýmis fríðindi. Fangelsið var blandað og varð de Jesus ástfangin af öðrum fanga, Antonio Hernandez og vildi svo til að þeim var sleppt sama ár. Þau giftu sig og lifðu í ró og spekt fram yfir nírætt. 

Stúlkunum í vændishúsum systranna var boðið að flytja til Bandaríkjanna og þáðu flestar það frekar en að halda heim þar sem þeirra beið lítið annað en skömm og útskúfun. Sumar náðu að fóta sig betur en aðrar en töluverður fjöldi þeirra endaði aftur í vændi norðan landamæranna, enda þekktu þær ekkert annað. 

Græðgi

Það hefur verið gerð kvikmynd um systurnar svo og hafa tvær bækur verið ritaðar. Höfundur þeirrar seinni, blaðamaður sem ritaði bók sína árið 1992, heimsótti Mariu de Jesus í fangelsið og myndaðist með þeim vinátta. 

Gerð var kvikmynd um systurnar.

Sagði de Jesus blaðamanninum frá æsku systranna. Frá misþyrmingum foreldra þeirra og hvernig þær hefðu leitað í fang rangra karlmanna í leit sinni að frelsi frá heimilisaðstæðum. Hefðu þær sjálfar verið neyddar í vændi af þessum sömu mönnum áður en þær ákváðu að taka örlög sín í eigin hendur. 

Þegar þá var komið við sögu voru þær búnar að missa alla sýn á muninum á réttu og röngu, hafi þær einhvern tíma haft hana. 

Sagði de Jesus einnig af og frá að systurnar hefðu stundað fórnir eða djöflatrú eins og fjölmiðlar vildu halda fram á sínum tíma. Allir þeirra glæpir hefðu stafað af sömu hvöt: 

Hreinni og klárri peningagræðgi. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun