fbpx
Laugardagur 01.apríl 2023
Fókus

Camilla Rut flutt úr einbýlishúsinu í litla sæta íbúð – „Þetta tókst“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 10:20

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og athafnakonan Camilla Rut Rúnarsdóttir er flutt úr einbýlishúsinu í Njarðvík.

Hún bjó þar ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Rafni Hlíðkvist Björgvinssyni. Í maí í fyrra greindu þau frá því að þau hygðust skilja og settu húsið á sölu í september í fyrra. Þau eiga saman tvo syni.

Þau sem hafa fylgt Camillu lengi á samfélagsmiðlum fengu að fylgjast með byggingarferlinu árið 2018 og innanhúspælingum hjónanna á sínum tíma.

Sjá einnig: Camilla Rut og Rafn selja slotið á 84,9 milljónir

Nú er Camilla flutt. „Þetta tókst. Ég er flutt! Í litla sæta íbúð með ungunum mínum. Nú hreiðrum við um okkur og komum okkur vel fyrir,“ segir hún í færslu á Instagram og dansar í sófanum með vínflösku í hendinni.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by CAMY (@camillarut)

Athafnakonan er í sambandi með veitingamanninum Valgeiri Gunnlaugssyni. Þau opinberuðu ástina í nóvember í fyrra.

Camilla á og rekur fatafyrirtækið Camy Collections. Hún hefur einnig getið sér gott orð sem söngkona og tók nú síðast þátt í uppsetningu á tónleikasýningunni Grease í lok október.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by CAMY (@camillarut)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Edda Falak braut lög

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hafdís Björg og Kristján Einar eru að deita

Hafdís Björg og Kristján Einar eru að deita
Fókus
Í gær

Fleiri stjörnur sem Hollywood hafnaði – Sumar gátu sjálfum sér um kennt en aðrar fórnarlömb aðstæðna

Fleiri stjörnur sem Hollywood hafnaði – Sumar gátu sjálfum sér um kennt en aðrar fórnarlömb aðstæðna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupsheit hans hafa hneykslað milljónir – Brúðinni sagt að hlaupa í burtu

Brúðkaupsheit hans hafa hneykslað milljónir – Brúðinni sagt að hlaupa í burtu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um ástarmálin fyrir tíð eiginmannsins – „Ég gerði alltaf sömu mistökin“

Opnar sig um ástarmálin fyrir tíð eiginmannsins – „Ég gerði alltaf sömu mistökin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessi eru tilnefnd til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna

Þessi eru tilnefnd til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svarar fyrir „ógeðslega“ baðherbergið sitt

Svarar fyrir „ógeðslega“ baðherbergið sitt