Hún bjó þar ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, Rafni Hlíðkvist Björgvinssyni. Í maí í fyrra greindu þau frá því að þau hygðust skilja og settu húsið á sölu í september í fyrra. Þau eiga saman tvo syni.
Þau sem hafa fylgt Camillu lengi á samfélagsmiðlum fengu að fylgjast með byggingarferlinu árið 2018 og innanhúspælingum hjónanna á sínum tíma.
Sjá einnig: Camilla Rut og Rafn selja slotið á 84,9 milljónir
Nú er Camilla flutt. „Þetta tókst. Ég er flutt! Í litla sæta íbúð með ungunum mínum. Nú hreiðrum við um okkur og komum okkur vel fyrir,“ segir hún í færslu á Instagram og dansar í sófanum með vínflösku í hendinni.
View this post on Instagram
Athafnakonan er í sambandi með veitingamanninum Valgeiri Gunnlaugssyni. Þau opinberuðu ástina í nóvember í fyrra.
Camilla á og rekur fatafyrirtækið Camy Collections. Hún hefur einnig getið sér gott orð sem söngkona og tók nú síðast þátt í uppsetningu á tónleikasýningunni Grease í lok október.
View this post on Instagram