fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Jennifer segir konur verða kynþokkafyllri með aldrinum – „Mörkin eru ekki til fyrir mig“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 1. desember 2023 12:30

Mynd: Intim­issimi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez er í forsíðuviðtali Elle’s Women in Hollywood sem kom út í gær. Í viðtalinu segir Lopez, sem er orðin 54 ára, fagna hverju ári sem hún eldist um og fegurðinni sem hækkandi aldri fylgir.

„Fólk hefur áttað sig á því að konur verða bara kynþokkafyllri eftir því sem þær eldast. Þeir verða vitrari og ríkari af karakter,“ sagði hún. „Allt þetta er mjög fallegt og aðlaðandi, og ekki bara líkamlega, heldur einnig innan frá, fegurðin sem þú öðlast þegar þú eldist, viskan sem þú öðlast,“ segir hún aðspurð um skoðun hennar á því að hlutverkum fyrir eldri konur er að fjölga.

Lopez sagðist ánægð með að sjá staðla Hollywood breytast í þá átt að láta konum finnast þær vera verðmætar, sama hversu gamlar þær eru. „Þetta hefur breyst mikið og mér finnst það viðeigandi. Eftir því sem þú eldist og öðlast meiri reynslu, verður þú ríkari manneskja og hefur meira fram að færa.“

Lopez segir það eitt af grunngildum hennar að halda alltaf áfram sama hvað gerist. Hugarfar sem hefur knúið hana áfram á löngum og gæfuríkum ferli hennar.

„Ég sé mig halda áfram að vinna eins lengi og ég vil. Ég veit ekki hver sá aldur verður. Það gæti verið til sjötugs, þegar ég verð 80 ára, 90 ára, ég veit það ekki. Þetta hefur alltaf verið hugarfarið hjá mér: „Að leyfa aldrei neinum að setja mig í kassa vegna þess hvar ég fæddist, hvaðan ég er, á hvaða aldri ég er, eða annað. Slík mörk eru ekki til fyrir mig.“

Lopez segist alltaf opin fyrir því að prófa eitthvað nýtt. „Ég vil halda áfram að þróast. Og hvort ég leikstýri minni eigin kvikmynd á einhverjum tímapunkti er möguleiki,“ sagði hún og játaði að henni hafi verið boðið að leikstýra áður, en hún þurft að hafna þeim verkefnum einfaldlega vegna tímaskorts.

Framundan er ný plata, en rúmur áratugur er síðan síðasta plata Lopez kom út. This Is Me… Now, sem kemur út 16. febrúar, er framhald plötu hennar This Is Me… Then frá 2002 Á sama tíma kemur út samnefnd heimildamynd, This Is Me… Now. Fyrsta lag plötunnar, Can’t Get Enough, kemur út 10. janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu