fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Segir Kardashian fjölskylduna hafa svindlað sér inn í sviðsljósið – „Við eigu ekki einu sinni að vera hérna“ 

Fókus
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 17:30

Kim Kardashian. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bjuggust ekki margir við því hversu vinsæl Kardashian fjölskyldan átti eftir að verða þegar raunveruleikaþættirnir Keeping Up With The Kardashians hóf fyrst göngu sína árið 2007. Ekki einu sinni Kardashian fjölskyldan átti von á vinsældunum.

Í nýjasta þættinum af The Kardashians þá viðurkennir Kim Kardashian að frægðin hafi komið flatt upp á hana. Umræðuefnið kom upp í fertugsafmæli Scott Disick, fyrrverandi unnusta Kourtney Kardashian, sem hefur verið með í þáttunum frá upphafi.

„Þú varst bókstaflega með í fyrsta þætti í fyrstu þáttaröðinni,“ sagði Kris Jenner við Scott. Scott viðurkenndi svo að hann hafi ekki reiknað með þessum vinsældum.

Hann benti Kim á hversu miklum árangri hún hefur náð á þessum tæpum tveimur áratugum. Hún sé í dag lögfræðingur og hafi setið fyrir á forsíðu Vogue.

Þá sagði Kim. „Hey við plötuðum kerfið. Okkur tókst það? Hvað sem það var sem okkur tókst, þá fundum við út úr þessu og gerðum þetta að veruleika. Við erum búin að leggja hart að okkur.“

Kim sagði síðar í þættinum að hún eigi hreinlega erfitt með að trúa árangrinum.

„Þetta er galið. Við eigum ekki einu sinni að vera hérna. Hvernig gerðist það að okkur var allt í einu boðið að hanga með svala fólkinu. Við erum ekki svöl, svo hvernig fórum við að þessu?“

Kim hefur þó áður gengist við því í viðtali að hún hafi verið með frægð á heilanum áður en raunveruleikaþættirnir hófu göngu sína.

„Peningar voru alltaf helsta markmiðið en ég var með frægð á heilanum, alvag vandræðalega svo. Ég tek undir að frægð getur verið ávanabindandi, en í dag hefur forgangsröðunin mín breyst. Jafnvel á mínum myrkustu stundum þá hef ´eg ekki séð eftir því að koma sjálfri mér í sviðsljósið og leyft heiminum að fylgjast með. Fólk hefur deilt því með mér í gegnum árin hversu mikið það hefur hjálpað þeim að fylgjast með mér þegar það sjálft er að glíma við mótlæti.

Ég elska að vera manneskja sem hlusta er á og ég er meðvituð um það vægi sem ég hef, þó svo ég vildi óska þess að ég fengi stundum smá einkalíf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum