fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fókus

„Ég missti einu dóttur mína“ – Faðir í öngum sínum og leitar skýringa eftir harmleikinn

Fókus
Mánudaginn 20. nóvember 2023 22:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá harmleikur átti sér stað á tónleikum Taylor Swift í Brasilíu fyrir helgi að aðdáandi lét lífið.

Sú láta var aðeins 23 ára gömul þegar hún lést á föstudaginn í Rio de Janeiro. Þennan dag var mjög heitt í veðri og hin unga Benevides Machado, hafði ekki drukkið nóg af vatni. Hún fór að finna fyrir mikilli vanlíðan og þurfti að kalla til viðbragðsaðila sem hlúðu að henni á vettvangi. Hún var í kjölfarið flutt á sjúkrahús þar sem hún lést.

Faðir Benevides, Weiny Machado, sagði í samtali við brasilíska miðilinn Folha de S.Paulo að hann ætli að fá það á hreint hvort að tónleikagestum hafi verið meinað að koma með vatn inn á tónleikasvæðið.

„Ég vil vita hvort það sé satt að þeim sé bannað að taka með sér vatn og að enginn hafi komið þeim til aðstoðar. Ég missti einu dóttur mína, hamingjusama og klára stelpu. Hún átti að útskrifast úr sálfræði í apríl, hún var að spara peninga. Ég á engin orð til að lýsa sársaukanum. Hún fór að heiman til að láta langþráðan draum rætast, en var send látin til baka.“
Tónleikagestir hafa greint frá því að þau hafi ekkert vatn fengið á meðan þau stóðu klukkustundunum saman í biðröð inn á tónleikasvæðið. Taylor Swift átti að spila deginum áður, en frestaði tónleikum sökum gífurlegs hita. Hún sagðist hafa tekið þá ákvörðun til að tryggja öryggi aðdáenda sem og þeirra flytjenda sem komu fram með henni.

Taylor Swift er vitanlega miður sín út af atvikinu. Hún skrifaði á samfélagmiðla:

„Ég trúi því ekki að ég sé að skrifa þessi orð, en það er með þungu hjarta sem ég greini frá því að við misstum aðdáanda fyrr í kvöld áður en tónleikarnir hófust. Ég get ekki lýst því hversu miður mín ég er yfir þessu. Ég hef fengið mjög takmarkaðar upplýsingar, helst það að hún var svo ótrúlega falleg sál og allt alltof ung. Ég mun ekki ávarpa þetta á sviðinu því það þyrmir yfir mig af sorg þegar ég svo mikið sem reyni að ræða þetta upphátt. Ég vil bara segja að þessi missir er sár og hugur minn er með fjölskyldu hennar og vinum. Þetta er það síðasta sem ég hélt að myndi gerast þegar ég ákvað að fara í tónleikaferðalag í Brasilíu.“

Myndband hefur birst á Twitter þar sem sést hvar Taylor gerði hlé á tónleikum sínum á föstudag til að biðja um að áhorfendum yrði fært vatn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar