fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Óhugnanlegar hugsanir sækja stundum á Magga gnúsara – „Stundum fyllist ég löngun til að binda enda á lífið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 11. nóvember 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgarviðtal DV er að þessu sinni við Magnús Sigurbjörnsson ljósmyndara sem hefur gengið í gegnum erfið áföll í lífi sínu, CP-hreyfihömlun, sviplegan móðurmissi, alkóhólisma og sjálfsvígstilraun. Í lífi Magga er þó líka að finna gleði og von og ljósmyndunin veitir honum mikla lífsfyllingu, en Maggi hefur skapað sér nafn sem ljósmyndari í íslensku tónlistarsenunni. 

„Þetta gengur í bylgjum upp og niður. Bestu dagarnir eru þegar ég hef nóg að gera. Ef það er lítið í gangi þá koma þessar ljótu hugsanir um að ég sé ekki nógu góður. Minnimáttarkennd,“ segir Maggi sem er ekki laus við sjálfsvígshugsanir þó að hann sé á miklu betri stað en kvöldið örlagaríka fyrir fjórum árum þegar litlu mátti muna um að henn bindi enda á eigið líf. „Stundum fyllist ég löngun til að binda enda á lífið, hengja mig, eða eitthvað svoleiðis hræðilegt.“

Ljósmyndunin er vonarstjarnan í lífi hans en stundum læðist neikvæðnin þangað inn líka. „Stundum líður mér ekki nógu vel þegar mér finnst ekki ganga nógu vel í ljósmynduninni, til dæmis ef ég næ ekki réttu skoti. Líkamlega fötlunin veldur því líka að stundum treysti ég mér ekki í hitt eða þetta. En ég reyni bara að vinna vel úr því sem ég hef og reyni að láta mér ekki líða illa út af því sem ég get ekki.“

Segja má að ljósmyndunin hafi komið í staðinn fyrir áfengið. Eftir tíu ár á djamminu var Maggi skyndilega byrjaður að mæta edrú á tónleika. Þá þurfti hann að hafa eitthvað fyrir stafni og byrjaði að mynda hljómsveitirnar og stemninguna á tónleikunum. Þetta vatt upp á sig. Núna er hann á kafi í tónlistarljósmyndun en myndar auk þess úti í náttúrunni. „Ég er mjög hrifinn af landslagi. En stundum á ég erfitt með að komast á staðina sem ég vil mynda, út af fötluninni.“

Hann segir að mikill munur sé á því að vera edrú á tónleikum en undir áhrifum áfengis. Edrú sé áreitið í umhverfinu miklu meira, en hann höndli það vegna þess að oft sé hann innan um fólk sem hann þekkir vel.

Þó að Maggi hafi yfirbragð rokkarans í klæðahurði og hárgreiðslu segist hann hlusta á alls konar tónlist. Þegar hann er beðinn um að nefna uppáhaldshljómsveitir koma þrjár fyrst upp í hugann: Judas Priest, Megadeath og Volbeat.

Sjá einnig: Maggi gnúsari tilkynnti um sjálfsvígstilraun á Facebook – „Þá koma þessar ljótu hugsanir um að ég sé ekki nógu góður“

Mynd: DV/KSJ

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“