fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Skandall skekur dönsku konungsfjölskylduna – Krónprinsinn sakaður um framhjáhald með mexíkóskri leikkonu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 10. nóvember 2023 09:34

Genoveva Casanova, Friðrik krónprins og Mary prinsessa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska konungsfjölskyldan hefur verið í hringiðu skandals undanfarna daga eftir að Friðrik krónprins rataði í heimsfréttirnar fyrir stefnumót hans með mexíkósku leikkonunni Genoveva Casanova.

Friðrik er erfingi dönsku krúnunnar. Hann hefur verið giftur hinni áströlsku Mary Donaldson í næstum tvo áratugi og eiga þau saman fjögur börn.

Spænska tímaritið Lecturas birti myndir af Friðrik mæta á Pablo Picasso sýningu í Madríd með Casanova upp á arminn. Tímaritið birti einnig myndir af þeim á rölti um borgina í lok október.

Casanova hefur þvertekið að um framhjáhald sé að ræða og hefur gefið til kynna að hún er að íhuga að lögsækja blaðið.

Lecturas virðist sannfært og hefur birt fleiri upplýsingar um meint stefnumót krónprinsins og leikkonunnar.

Genoveva Casanova. Mynd/Getty Images

Samkvæmt miðlinum fór parið í rómantíska gönguferð um El Retiro Park eftir sýninguna. Þau fóru síðan, að sögn tímaritsins, í íbúð hennar, en í sitthvoru lagi. Þau yfirgáfu síðan bygginguna – aftur í sitthvoru lagi – en fóru í sama bíl. Bæði höfðu skipt um föt.

Þau fóru á spænska veitingastaðinn El Corral de la Moreria þar sem þau horfðu á flamenco-dansara. Sýningin var til miðnættis en samkvæmt Lecturas voru þau á staðnum til eitt og yfirgáfu staðinn saman og eyddu nóttinni saman. 

Næsta dag fór Friðrik aftur til Danmerkur.

Tóku á móti spænsku konungshjónunum

Mary prinsessa sýndi eiginmanninum stuðning á miðvikudaginn eftir að fyrsta fréttin um meint framhjáhald hans birtist í Lecturas. Þau tóku á móti spænsku konungshjónunum Don Felipe og Doña Letizia í Kaupmannahöfn. Að sögn Lecturas hafði fólk á vegum Letizia samband við miðillinn til að athuga hvort að sagan reyndist sönn. Spænska tímaritið heldur því fram að Felipe Spánarkonungur og Letizia Spánardrottning vilji halda sig langt í burtu frá skandalnum sem þegar hefur varpað skugga á heimsókn þeirra til Danmerkur.

Konungshjónin í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn/Getty Images
Konungshjónin í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn/Getty Images

„Gamlir vinir“

Eins og fyrr segir hafnar Casanova öllum ásökunum um framhjáhald.

„Ég neita að eitthvað rómantískt sé á milli mín og Friðriks krónprins. Staðhæfingar af þessu tagi eru ekki aðeins ósannar með öllu heldur brengla þær sannleikann á illgjarnan hátt,“ sagði hún við spænska miðilinn Hola!

Hún sagðist hafa farið með krónprinsinum á sýninguna eftir að kunningi hans hætti við og hann hafi beðið hana um að koma með sér í staðinn. Heimildarmenn nátengdir Casanova segja að þau séu einfaldlega „gamlir vinir“ sem þekkja mikið af sama fólkinu.

Casanova er vel þekkt nafn í Mexíkó og hún er einnig fræg á Spáni, þar sem hún er búsett. Hún hefur komið fram í mörgum spænskum raunveruleikaþáttum, eins og The Masked Singer, Spanish Celebrity MasterChef og The Chase.

Hún giftist Cayetano martines de Irujo árið 2005, hann er í dag greifi af Salvatierra og hertogi af Arjona á Spáni. Þau eiga saman tvíburana Luis og Amine, 23 ára. Þau skildu árið 2008.

Friðrik krónprins hefur ekki tjáð sig um orðróminn að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“