fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Fullt út úr dyrum í útgáfuhófi Sigmundar Ernis

Fókus
Föstudaginn 3. nóvember 2023 12:39

Jón Ásgeir Jóhannesson fékk áritað eintak bókarinnar frá Sigmundi Erni. Björn Þorláksson fylgist sposkur með.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið fjölmenni var í útgáfuhófi Sigmundar Ernis Rúnarssonar fyrir bók hans, Í stríði og friði fréttamennskunnar, sem haldið var í Pennanum-Eymundsson í Kringlunni í vikunni.

Í bókinni fer Sigmundur Ernir yfir feril sinn í fjölmiðlum en hann spannar meira en fjóra áratugi. Hann var virkur þátttakandi þegar einkareknir ljósvakamiðlar stigu fyrstu skrefin hér á landi á níunda áratug síðustu aldar og hefur starfað í sjónvarpi í áratugi. Þá hefur Sigmundur Ernir ritstýrt nokkrum miðlum, meðal annars DV og Fréttablaðinu, en hann var ritstjóri blaðsins allt þar til síðasta tölublað þess kom út 31. mars í vor.

Þau voru kunnugleg mörg andlitin í mannfjöldanum sem kom til að fagna útgáfu bókarinnar með Sigmundi Erni, enda þorri gesta þjóðþekkt fjölmiðla-, stjórnmála- og kaupsýslufólk.

DV var að sjálfsögðu á staðnum.

Sigmundur Ernir las valda kafla úr bókinni við miklar og góðar undirtektir viðstaddra.
Sigmundur Ernir og Ella, samhent hjón í leik og starfi.
Ómar Valdimarsson og Sigurjón Magnús Egilsson eru gamlir samferðamenn Sigmundar Ernis í fjölmiðlun.
Hulda Gunnarsdóttir og Kristján Már Unnarsson.
Hjónin Hjörleifur Sveinbjörnsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Páll Magnússon og Edda Andrésdóttir stungu saman nefjum.
Guðjón Arngrímsson og Kristján Már Unnarsson.
Helena Rós Sturludóttir fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni og Svava Marín Óskarsdóttir blaðamaður á Vísi unnu báðar undir stjórn Sigmundar Ernis á Fréttablaðinu.
Kristján Kristjánsson og Logi Bergmann létu sig ekki vanta.
Ari Brynjólfsson, fyrrverandi fréttastjóri á Fréttablaðinu.
Gunnar V. Andrésson ljósmyndari og Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar.
Ari Brynjólfsson, Jakob Frímann Magnússon og Guðmundur Árni Stefánsson.
Guðni Ágústsson, Kári Jónasson og Páll Magnússon.
Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður var á staðnum.
Hér má m.a. sjá Björn Þorláksson, fyrrverandi blaðamann á Fréttablaðinu, briddsspilara og rithöfund og Einar Sverrisson, lögmann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“