fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Heiðar Logi selur miðborgarperluna

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 12. október 2023 12:27

Heiðar Logi Elíasson Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar Logi Elíasson brimbrettakappi hefur sett íbúð sína við Laugaveg 40 á sölu. Íbúðin er 82,5 fm tveggja herbergja á tveimur hæðum í fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2004. Vísir greindi frá. 

Íbúðin skiptist í neðri hæð með forstofu, baðherbergi, eldhús, stofu/borðstofu og efri hæð með svefnherbergi með útgengi út á suðursvalir með heitum potti. Heiðar Logi hefur endurnýjað íbúðina að miklu leyti.

Eldhús, stofa og borðstofa er í björtu og rúmgóðu rými með aukinni lofthæð að hluta. Á gólfum er Chevron eikarparket og útgengt er á svalir sem snúa út á Laugaveg, 

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Í eldhúsi er dökkgrá innrétting með eyju, sérsmíðuðum hillum úr reyktri eik og innfelldri dimmanlegri lýsingu við sökkul. Gyllt blöndunartæki og vaskur frá Lusso, innbyggður ísskápur og uppþvottavél og 80 cm spanhelluborð í eyju. Dimmanlegt LED hringljós yfir eyju. Tveir tenglar á hlið eyju og þráðlaus símahleðsla í borðplötu. Á baðherbergi eru fallegar flísar frá Parka á gólfi og hluta veggja.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Á efri hæðinni er rúmgott svefnherbergi með parket á gólfi og fataskáp. Þaðan er útgengt á svalir með heitum potti og útsýni yfir miðbæinn.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið