fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Þetta eru dýrustu einbýlishúsin í Garðabæ

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 7. október 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvern dreymir ekki um fallegt einbýlishús á besta stað í bænum? Í þessu tilviki í Garðabænum. Af engu sérstöku tilefni tókum við saman dýrustu einbýlishúsin í Garðabæ sem eru á sölu í dag samkvæmt fasteignavef DV. Hér er miðað við ásett verð, en ekki fermetraverð.

Tjarnarbrekka 12 – 209.000.000 kr. 

Húsið er 294,8 fm, þar af bílskúr 46,5 fm, byggt árið 2007 og staðsett á Álftanesi. Húsið er að mestu leyti á einni hæð og skiptist í stórt stofurými með mikilli lofthæð, eldhús, fimm til sex svefnherbergi (sér hjónaálma), tvö baðherbergi og gestasnyrtingu, þvottahús, búr og tvöfaldan bílskúr, á lóð er verönd og heitur pottur. Húsið fékk hönnunarverðlaun fyrir skipulag. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Súlunes 17 – 220.000.000 kr. 

Húsið er 232,3 fm, þar af frístandandi bílskúr 61,2 fm, byggt árið 1990. Húsið er á þremur pöllum og skiptist í forstofu, hol, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús á fyrsta palli, á öðrum palli er sjónvarpsstofa og hjónasvíta með sér baðherbergi og fataherbergi. Á efsta palli er alrými með stofu, eldhúsi, borðstofu og skrifstofu. Á lóð eru tvær verandir, heitur pottur og baðhús með sturtu og þurr sauna. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Hvannakur 1 – 220.000.000 kr. 

Húsið er 299,3 fm, þar af bílskúr 38 fm, byggt árið 2007. Húsið er á tveimur hæðum og skiptist í forstofu, stofu/borðstofu, sjónvarpsherbergi, eldhús, þrjú svefnherbergi, þvottahús og baðherbergi á efri hæð. Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi, sjónvarpsrými og baðherbergi. Á lóð eru pallar á þrjá vegu og heitur pottur. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Garðaflöt 16 – 240.000.000 kr. 

Húsið sker sig aðeins úr öðrum hér, þar sem um er að ræða atvinnuhúsnæði með tveimur þriggja herbergja fullbúnum en ósamþykktum íbúðum með búsetuleyfi. Að utan virkar húsið sem parhús, en baka til er verslunarrými og hobbyverkstæði og er innangengt úr stærri íbúðinni inn á hobbyverkstæðið. Húsið er 400,7 fm, byggt árið 1968. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Hraungata 10 – 245.000.000 kr. 

Húsið er 225,1 fm, þar af bílskúr 35,1 fm, byggt árið 2017. Húsið er á þremur hæðum og skiptist í forstofu, eldhús, stofu og borðstofu og gestasnyrtingu á neðri hæð. Á efri hæð er fjölskyldurými, hjónaherbergi með fataherbergi, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Á jarðhæð er 120 fm rými með sérinngangi, sem er ekki í skrári fermetratölu í fasteignaskrá. Um er að ræða opið alrými með tilbúnu baðherbergi.  Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Keldugata 11 – 245.000.000 kr. 

Húsið er 324,2 fm, þar af bílskúr 32 fm, byggt árið 2012. Húsið er á tveimur hæðum og skiptist í forstofu, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi og gestasnyrtingu á efri hæð. Á neðri hæð er hjónasvíta með fataherbergi og baðherbergi, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Útgengt er úr hjónasvítu út á pall með niðurfelldum stórum heitum potti.  Búið er að setja nýjan front á auka rými sem er undir bílskúrnum og er það rými nú notað sem unglingaherbergi/íbúð sem er bæði innangegnt og með sér inngangi. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Blikanes 24 – 285.000.000 kr. 

Húsið er 398 fm, þar af bílskúr 50 fm, byggt árið 1968. Húsið er á tveimur hæðum og skiptist í hol, fjórar samliggjandi stofur, eldhús, hjónasvítu með sér baðherbergi og fataherbergi, fjögur svefnherbergi, þvottahús, búr,  gestasalerni og sér baðherbergi fyrir barnaherbergi á efri hæð. Neðri hæð var endurnýjuð árið 2015. Hún er með sér inngang og skiptist í hol, herbergi, eldhús og baðherbergi. Auðvelt væri að gera sér íbúð þar. Bílskúr er tvöfaldur með lítilli eldhúsinnréttingu og snyrtingu. Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram