fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Blake Lively er Lily – Metsölubók á hvíta tjaldið

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. janúar 2023 09:00

Blake Lively

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gossip Girl stjarnan Blake Lively mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni It Ends With Us, sem byggð er á samnefndri metsölubók Cooleen Hoover. Bókin kom út árið 2019, fór strax í fyrsta sæti metsölulista New York Times og hefur setið í 84 vikur í efstu sætum listans. Bókin hefur selst í yfir milljón eintökum um allan heim og verið þýdd á yfir 20 tungumál. Í fyrsta sæti listans situr núna framhaldsbókin It Starts With Us, sem setið hefur í efsta sætinu í 14 vikur. It Ends With Us kom út í íslenskri þýðingu hjá Bókabeitunni í lok árs 2021.

Um söguþráð It Ends With Us segir:

Stundum er það sá sem maður elskar mest sem særir dýpst.

Lífið hefur ekki alltaf verið Lily auðvelt og hún hefur lagt hart að sér til að öðlast það sem hún þráir. Hún komst frá smábænum sem hún ólst upp í og útskrifaðist úr háskóla, flutti til Boston og stofnaði eigið fyrirtæki. Svo þegar hún kynnist sjóðheita heila- og taugaskurðlækninum Ryle Kincaid virðist tilvera hennar næstum of góð til að vera sönn.

Ryle er ákveðinn, þrjóskur, jafnvel svolítið hrokafullur, og hefur engan áhuga á samböndum, hvað þá hjónabandi. En Ryle er líka nærgætinn, klár og ansi hrifinn af Lily. Og Lily verður undantekningin frá bannað-að-deita-konur-reglu hans.

Þegar Atlas, fyrsta ástin hennar, verndari og sálufélagi, dúkkar óvænt upp myndast brestir í annars fullkomnu lífi Lily og hún stendur skyndilega í sporum sem hún bjóst aldrei við að verða í.

Justin Baldoni leikur Ryle og leikstýrir jafnframt myndinni. Hoover sjálf er himinlifandi með hlutverkavalið og þá stendur aðeins eftir hver mun taka að sér hlutverk Atlas.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið