fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fókus

Staðfestu orðróminn með kossi

Fókus
Föstudaginn 22. september 2023 09:59

Rami Malek og Emma Corrin. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnurnar Rami Malek og Emma Corrin staðfestu þrálátan orðróm með kossi í gær.

Rami Malek og Emma Corrin hafa bæði getið sér gott orð í leiklistabransanum um árabil. Malek, 42 ára, sló í gegn í þáttunum Mr. Robot og vann til fjölda verðlauna fyrir leik sinn í Bohemian Rhapsody sem kom út árið 2018.

Corrin, 27 ára, skilgreinir sig kynsegin. Hán lék lafði Díönu Spencer í The Crown og fór með aðalhlutverkið í myndinni Lady Chatterley‘s Lover sem kom út á Netflix í fyrra.

Corrin í hlutverki lafði Díönu.

Malek og Corrin staðfestu ástina í göngutúr með hundinn þeirra í gær. DailyMail birti myndir af þeim þar sem má sjá þau kyssast og halda utan um hvort annað.

Orðrómur um samband þeirra fór fyrst á kreik í sumar, þegar þau voru mynduð saman á tónleikum Bruce Springsteen í London.

Lucy Boynton og Rami Malek. Mynd/Getty

Malek var áður með leikkonunni Lucy Boynton, hvorugt þeirra hefur tjáð sig um sambandsslitin en virðist koss hans og Corrin staðfesta að fimm ára sambandinu sé lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“