fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fókus

Edda Lovísa hætt á OnlyFans – „Mig langaði ekki að gera þetta, en þurfti samt að borga leigu“

Fókus
Fimmtudaginn 21. september 2023 13:17

Edda Lovísa. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt á OnlyFans vegna hótana og áhrifanna sem starfið var farið að hafa á andlega heilsu hennar.

Edda Lovísa, 22 ára, er dóttir leikarans Björgvins Franz Gíslasonar og barnabarn ástsælu leikkonunar og leikstjórans Eddu Björgvinsdóttur.

Hún var mjög virk á OnlyFans árið 2021 og kom sama ár fram í viðtölum hjá Eigin Konum, Heimildinni og Ísland í dag til að ræða um starf sitt á miðlinum.

Hún greinir frá því í Einkalífinu á Vísi að hún sé hætt á OnlyFans. Hún segir ástæðuna vera hótanir og að hún hafi farið yfir eigin mörk til að þéna meiri pening á síðunni.

„Þegar ég var nýbyrjuð þá var þetta allt svo spennandi. Það fylgdi þessu peningur og athygli og þetta var allt mjög heillandi. En því lengur sem maður er á þessu því dýpra sekkur maður einhvern veginn og maður fer að hætta að virða sín eigin mörk,“ sagði hún í Einkalífinu.

Hún sagði að framleiðslan á myndefni fyrir OnlyFans hafi verið farin að hafa áhrif á geðheilsu hennar. „Mig langaði ekki að gera þetta, en þurfti samt að borga leigu. Þá var þetta allt í einu orðið allt það sem fólk segir að þetta sé,“ sagði hún.

Mynd/Instagram @eddalovis

Edda var hætt að geta farið í miðbæ Reykjavíkur án þess að óttast um eigið öryggi vegna hótana frá karlmönnum um að beita hana ofbeldi. Hún greindi einnig frá því að hún hafi þurft að flytja eftir að áskrifandi hennar komst að því hvar hún ætti heima.

„Það var einn sem fann heimilisfangið mitt og sagði bara: „Ég veit hvar þú átt heima“ Mér fannst það mjög ógnvekjandi,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Simmi Vill búinn í áfengismeðferð – Svona lýsir hann upplifuninni

Simmi Vill búinn í áfengismeðferð – Svona lýsir hann upplifuninni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 5 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“