fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Aldagömul fjölskyldutengsl farþega Titanic og kafbátsins Titan- Eiginkonan beinn afkomandi ríkustu farþeganna

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Fimmtudaginn 22. júní 2023 22:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmynd James Cameron, Titanic, um einlæga ást Rose og Jack, sem Kate Winslet og Leonardo DiCaprio gerðu skil á svo ógleymanlegan hátt, er engan vegin sagnfræðileg heimild um hið skelfilega slys þar sem rúmlega 1500 manns létu lífið.

En samt sem áður voru sögulegar staðreyndir hafðar til hliðsjónar.

Eitt átakanlegasta atriði myndarinnar er þegar að hinn stórefnaði eigandi Macy’s stórverslunarinnar, Isidor Strauss, liggur við eiginkonu sinnar, Idu, og halda gömlu hjónin utan um hvort annað á meðan að vatnið hækkar í kringum þau.

Voru þau reiðubúin að deyja í faðmlögum.

Isidor og Ida eins og þau voru túlkuð í kvikmyndinni. Til hægri eru þau hjón.

Beinn afkomandi ríkustu farþeganna

Heimurinn hefur vart um annað talað en leitina að Titan, kafbátnum með fimmmenningunum sem hugðist halda að flaki Titanic. Leit stóð yfir frá mánudegi, þegar að kafbáturinn missti samband. Í kvöld tilkynnti bandaríska landhelgisgæslan að báturinn hafi fallið saman vegna þrýstings og mennirnir fimm látist samstundis.

Þeir voru þá að öllum líkindum staddir um það bil 490 metra frá stafni Titanic.

En það eru nokkuð merkileg tengsl á milli tveggja farþega er létust þegar að Titanic fórst og forstjóra stofnanda og forstjóra OceanGate, er framleiddi kafbátinn, Stocton Rush, sem var um borð og lést í sprengingunni.

Eiginkona Rush, Wendy, er nefni langalangafa- og ömmubarn Isidor og Idu Strauss, sem Cameron gerði svo eftirminnilega skil í kvikmynd sinni.

Isidor og Ida Strauss áttu, eins og fyrr segir hina heimsfrægu stóverslun Macy’s, ásamt bróður Isidor. Þeir bræður stofnuðu þó ekki verslunarveldið, maður að nafni Rowland Hussey Macy átti heiðurinn af því, en faðir þeirra bræðra, Lazarus, hafði gert samning við Macy um að fá að selja eldhúsáhöld í versluninni.

Það gekk svona líka prýðisvel að þeir bræður áttu eftir síðar að kaupa Macy út.

Stockton og Wendy Rush.

Lúxusinn lokkaði

Isidor og Ida voru með auðugustu, ef ekki alauðugustu, farþegum Titanic og voru að sjálfsögðu á fyrsta farrými. Alls voru í skipinu 2.224 einstaklingar, þar af 325 á fyrsta farrými. Af þeim björguðust 202, sem var hlutfallslega langstærsti hópur þeirra er lifði af slysið.

En ekki Isidor og Ida, sem létust í faðmlögum. Og dóttir þeirra, Minnie, var langamma Wendy Rush, eiginkonu Stocton Rush sem lést í slysinu.

Isidor og Ida nutu þess að ferðast og kusu yfirleitt þýsk farþegaskip. En áður óþekktur lúxus sem Titanic hafði upp á að bjóða laðaði þau hjón að því að fara á skipinu yfir Atlantshafið.

Minnismerkið um Strauss hjónin.

Þegar að Titanic byrjaði að sökkva var farþegum af fyrsta farrými fyrst boðið sæti í björgunarbátum. En Isidor neitaði og sagðist ekki stíga fæti í björgunarbát meðan að enn væru konur og börn um borð. Og Ida neitaði að yfirgefa skipið án eiginmanns síns til 40 ára.

Atriðið þar sem Isidor neitar var tekið upp fyrir kvikmyndina en lenti því miður á gólfi klippiklefans.

Í dag er stytta til heiðurs þeim hjónum á Manhattan í New York.

Lík Isidor fannst um tveimur vikum eftir slysið en lík Idu fannst aldrei.

Það má með sanni segja að Titanic slysið hafi haft mikil áhrif á fjölskylduna, jafnvel rúmlega öld síðar með láti Rush Stocton.

Hér má sjá atriðið þar sem Ida neitar að yfirgefa mann sinn en rataði ekki inn í kvikmyndina

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart