fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Hanna Stína selur gullmolann í Garðabæ – „Að selja vegna nýrra ævintýra“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Stína, sem er einn af þekktustu innanhússarkitektum landsins hefur sett íbúð sína á Holtsvegi 12 í Garðabæ á sölu. Hanna Stína hef­ur hannað fjöl­marga veit­ingastaði, heim­ili, fyr­ir­tæki, þar á meðan veitingastaðinn Duck and Rose, en hún fagnaði 44 ára afmæli sínu á staðnum 2020 þegar hann var nýopnaður.

 „Ég er að selja fallegu íbúðina mína vegna nýrra ævintýra. Ég er nýbúin að láta mála allt í Brave ground/Angora Blanket – nýjar sér saumaðar gardínur og 2 mánaða gömul heimilistæki. Þetta er frábært hverfi – stutt í allar búðir – hægt að labba í kjörbúð og veitingastað – frábærir nágrannar og mjög barnvænt og rólegt umhverfi. Endilega breiðið út boðskapinn,“ segir Hanna Stína í færslu á Facebook.

Um er að ræða 111,1 fermetra eign á annarri hæð í Urriðaholtinu.

Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi, 2-3 svefnherbergi (eitt getur nýst sem skrifstofa eða sjónvarpsherbergi), alrými með samliggjandi eldhúsi, borðstofu og stofu. Sér geymsla í kjallara ásamt sameiginlegri hjól- og vagnageymslu. Allar innréttingar eru hannaðar af innanhússhönnuðunum Berglindi Berndsen og Helgu Sigurbjarnadóttur. 

Þú getur lesið nánar um eignina og skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit