fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

Ýmsar kenningar um „gullfundinn“ við Meradali – Bráðnaður trúlofunarhringur eða dýrgripur Saurons

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 5. september 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt DV um helgina um meintan gullfund við nýtt hraun í Meradölum vakti talsverða athygli og hefur ábendingum rignt inn á ritstjórn síðan, ekki síst með þeirri kenningu að um sé að ræða brædda trúlofunarhringi sem nýgift þýsk hjón, Julija og Michael Domaschk, hentu inn í eldhafið til að tákna eilífa ást sína og órjúfanleg tengsl við náttúruöflin.

Eins og kom fram í fyrri frétt DV var það eldfjallafræðingurinn Dr.Evgenia Ilyinskaya, sem fann hina gylltu útfellingu í nýmynduðu hrauninu þegar hún var við vinnu sína að safna sýnum af gasi og svifryki við gosstöðvarnar til að greina málma og snefilefni. Þegar Evgenia, sem er dósent við Háskólann í Leeds, var kominn til síns heima á Bretlandseyjum fór hún að rannsaka sýnið og fékk meðal annars steindasérfræðing, með sérhæfingu í gulli, til að meta gripinn.

Sá komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri um gyllta málningu að ræða, sem Evgenia taldi líklegt, né gat steindafræðingurinn útilokað að um raunverulegt gull væri að ræða, sem eðli málsins samkvæmt er nokkuð spennandi. Til að gera það þyrfti að skoða sýnið í öreindasmásjá og nú er beðið eftir því að slíkt tæki losna ytra til þess að leggja mat á fyrirbrigðið.

Víkur þá sögunni af þýsku hjónunum en DV hefur fengið ófáar ábendingar um tæplega mánaðargamla frétt úr smiðju blaðamanns Vísis, Bjarka Sigurðssonar, þar sem greint er frá því að Julija og Michael Domaschk, hafi heimsótt gosstöðvarnar í sumar og hent trúlofunarhringjum sínum í logandi hraunið. Fréttin vakti mikla athygli og voru glöggir lesendur beggja miðla því fljótir að tengja punktana saman.

Sjá einnig: Óvenjulegur fundur í hrauninu við Fagradalsfjall – „Gat ekki útilokað að um gull væri að ræða“

Þegar frábær frétt brotlendir

Forsagan er sú parið, sem eru miklir Íslandsvinir og áhugafólk um náttúruhamfarir, hafi trúlofað sig við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í fyrra og síðan ákveðið að gifta sig einnig á Íslandi ári síðar. Draumur þeirra var að halda giftingarathöfn sína við tilkomumikið eldgos en þar sem allt var með kyrrum kjörum á Reykjanesi um það leyti var ákveðið að athöfnin færi fram við Skógafoss á Suðurlandi. Sólarhring síðar, eftir velheppnaða athöfn, hafi gosið hafist í Meradölum og hin nýbökuðu hjón voru með fyrstu gestum til að heimsækja gosstöðvarnar. Þeim fannst tilviljun svo mögnuð að þau ákváðu, eins og áður segir, að henda trúlofunarhringjum sínum inn í eldhafið og gera þar með samband sitt að eilífum hluta af náttúrunni sem þau dýrka og dá.

Sú kenning, um að Evgenia hefði fundið hina bræddu trúlofunarhringa, eða að minnsta kosti annan þeirra, var of skemmtilegt til að taka ekki málið lengra og því sendi blaðamaður fyrirspurn á Juliju til þess að fá úr málinu skorið. Julija tók fyrirspurninni fagnandi en gerði síðan tilgátuna að engu með eftirfarandi athugasemd. „Hringarnir voru úr silfri“.

Þar með var sú góða kenning um ábyrgð þýsku hjóninna og er því hér með kyrfilega komið til skila til lesenda. Ekki er þó hægt að útiloka að aðrir elskendur hafi hent gullhringjum í eldgosið og er póstur ritstjórnar opinn fyrir slíkum ábendingu.

Þá vakti það einnig eftirtekt ritstjórnar að fjölmargar athugasemdir bárust um að þarna væru leifar hrings Saurons komnar en ekki var reynt að hafa samband við Fróða né Sám við vinnslu fréttarinnar.

Nú er því rétt að bíða eftir niðurstöðum öreindasmásjáarinnar og mun DV fylgjast vel með hverjar lyktir málsins verða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“