fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Harry hunsaði kvöldverð með föður sínum og bróður

Fókus
Föstudaginn 23. september 2022 10:30

Meghan og Harry á góðri stund. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry prins er sagður hafa hunsað kvöldverð með Karli Bretakonungi, föður sínum, og Vilhjálmi bróður sínum daginn sem Elísabet Englandsdrottning lést. Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að Harry hafi verið í svo miklu uppnámi vegna þess að Karl hringdi í hann þennan örlagaríka dag og sagði það ekki við hæfi að eiginkona Harrys, Meghan Markle, myndi vitja Elísabetar með honum á dánarbeðinu.

Harry á að hafa orðið afar reiður og meðal annars misst af flugi sem aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar, þar á meðal Vilhjálmur bróðir hans, stukku í til þess að komast með hraði til Balmoral-kastala þar sem Elísabet lést.

Harry kom síðar um kvöldið og bauðst þá að snæða kvöldverð með Karli, Vilhjálmi og Camillu Parker-Bowles. Hann á að hafa hunsað boðið og kosið þess í stað að borða kvöldverð með frænda sínum Andrew prins og öðrum meðlimum konungsfjölskyldunnar. Daginn eftir tók Harry svo fyrsta mögulega flug tilbaka og í faðm eiginkonu sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“
Fókus
Í gær

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera heimilislaus eftir hneykslið

Segist vera heimilislaus eftir hneykslið