fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fókus

Gaf skólasystur sinni kynlífsdót foreldra sinna – „Vá hvað ég skammast mín!!!“

Fókus
Mánudaginn 19. september 2022 20:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálpartæki ástarlífsins eru jafn ólík og þau eru mörg, stundum sér fólk jafnvel ekki að um slíkt tæki sé að ræða. Börn eru þá auðvitað ennþá grunlausari þegar kemur að tækjum sem þessum og hafa ekki hugmynd um raunverulegan tilgang þeirra. Eitt dæmi um slíkt átti sér stað í Bretlandi á dögunum er stúlka nokkur tók svokallaðan titrarahring með sér í skólann. The Sun fjallaði um málið.

Stúlkan hafði tekið hring foreldra sinna að heiman og var með hann í heilan skóladag. Þegar hún var á leiðinni heim í skólarútunni ákvað hún svo að gefa vinkonu sinni hringinn að gjöf. Móðir stúlkunnar komst að þessu öllu saman þegar móðir vinkonunnar sendi henni skilaboð. „Hey, X gaf X þetta í rútunni í dag?“ skrifaði móðir vinkonunnar og sendi svo mynd af kynlífstækinu. „Hún gæti hafa farið í dótið þitt.“

„Vá hvað ég skammast mín!!! Ég veit ekki einu sinni hvað ég á að segja. Mér þykir þetta svo leitt! Ég get fullvissað þig um það að þetta er EKKI notað! Við vorum að kaupa pakka með fjórum í og ég var að skoða hann, það vantar einn. Hún hélt örugglega að þetta væri hringur,“ svarar móðir stúlkunnar sem tók kynlífstækið í skólann.

Móðir vinkonunnar virðist ekki hafa kippt sér mikið upp við þetta og svarar: „Þetta er í góðu lagi. Ég gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hvað þetta var fyrr en hún tók þetta af hendinni sinni.“

„Guði sé lof að það var ekki dótakynning í dag,“ svarar svo móðir stúlkunnar sem tók kynlífstækið í skólann.

Skjáskot: Facebook/The Sun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt