fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Breskir syrgjendur í áfalli eftir að maður ruddist með látum að kistu drottningar

Fókus
Laugardaginn 17. september 2022 08:17

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir syrgjendur fengu áfall í gær þegar karlmaður ruddi sér leið að kistu hennar hátignar Elísabetar II Bretlandsdrottningar og greip í fánann sem liggur yfir kistunni með báðum höndum. Lögreglumenn voru ekki lengi að ná hendur í hári mannsins og sneru hann niður í jörðina á meðan aðrir syrgjendur á svæðinu, margir sem höfðu beðið klukkutímunum saman eftir að bera kistu drottningar augum til að votta henni virðingu sína, fylgdust miður sín með.

Maðurinn var svo borinn út úr kirkjunni og var beinni útsendingu frá kistunni hætt í um korter. Fáninn umræddi var yfir kistu drottningar og er talið að maðurinn hafi verið að reyna að kíkja og sjá hvað væri þar undir. Umræddur fáni kallast Royal Standard og sýnir skjaldamerki konungsfjölskyldunnar. Meðal annars er honum flaggað í þeim höllum sem þjóðarhöfðingi Breta dvelur í hverju sinni og nú hvílir einn slíkur fáni yfir kistu hennar hátignar sem er til sýnis í Westminister Hall svo almenningur fái tækifæri til að kveðja þjóðhöfðingja þeirra til 70 ára.

Vanvirðing við minningu drottningarinnar

Ruddalegi maður er sagður hafa ruðst inn í Westminister Hall og jafnvel hent börnum til hliðar til að komast að markmiði sínu. Vitni sagði í samtali við The Sun: „Við héldum að einhver hefði fallið í yfirlið en svo heyrðum við einhvern öskra. Einhver fór upp að kistunni, greip í fánanna og togaði hann upp. Hann gripu neðar lega á fánan og sveifluðu honum upp eins og hann væru að reyna að sjá hvað væri undir.

En ofan á kistunni eru bæði krúnudjásn og blómakrans svo það hefði tekið manninn nokkra vinnu að ná fánanum alveg af.

Vitnið sagði að þetta hafi verið sláandi uppákoma. „Þetta er svo mikil vanvirðing við líkið. Ekki eitthvað sem maður hélt að maður myndi nokkurn tímann sjá.“

Annað vitni sagði: „Einhver manneskja ákvað að hrinda frænku minni [7 ára] frá, hlaupa upp að kistunni, lyfta fánanum og reyna að – ég veit ekki einu sinni hvað.“

Vitnið sagði að varla hefðu tvær sekúndur liðið frá því að maðurinn komst að kistunni áður en lögregla náði að snúa hann niður. „Hryllilegt, algjörlega hryllilegt, svo mikil vanvirðing og ótrúlegt alveg og aumingja sjö ára barnið, þetta er varanleg minning hennar um drottninguna.“

Annað vitni sagði að á svæðinu hafi margir grátið og skolfið eftir atvikið.

Lögreglan greindi síðar frá því að maðurinn hafi verið handtekinn fyrir brot gegn almannafrið og sé nú í haldi.

Beraði sig fyrir syrgjendum

Annar maður var svo handtekinn í gær fyrir að hafa berað sig við syrgjendur hennar drottningar sem stóðu í röð til að fá að sjá líkkistu drottningar.

Tvær konur greindu frá því að maður hafi komið upp að þeim og berað sig. Síðan hafi hann kastað síma sínum í Thames ánna og svo stungið sér til sunds. Eftir að hann kom upp úr var hann handtekinn og er grunaður um blygðunarsemisbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu