fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fókus

Patrekur Jaime lætur Birgittu Líf heyra það fyrir ummæli hennar – „Þegar þú ert með personality þá þarftu ekkert handrit elskan“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 1. september 2022 17:20

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að sannkallaður stormur hafi myndast í íslenska raunveruleikastjörnuheiminum í dag þegar Patrekur Jaime, ein helsta raunveruleikastjarna Íslands, hjólaði rækilega í Birgittu Líf Björnsdóttur, sem bættist nýlega í hóp raunveruleikastjarna hér á landi þegar LXS þættirnir komu út.

Patrekur var allt annað sáttur með orð sem Birgitta Líf lét falla úr sér í viðtali á Stöð 2 en í viðtalinu sagði hún að LXS þættirnir væru „mest alvöru“ raunveruleikaþættir sem gerðir hafa verið. „LXS eru raunveruleikaþættir um líf okkar og kannski svona mestu, hvað segir maður, alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir. Þetta er bara ekkert leikið, ekkert „scriptað“, ekkert tekið aftur upp,“ segir Birgitta í viðtalinu.

Ljóst er að Patrekur ætlaði ekki að sitja á sér og fór hann beinustu leið á Instagram þar sem hann lætur Birgittu heyra það. „Okey vá hversu mikið slapin the face,“ segir hann eftir að hafa birt klippuna úr viðtalinu. „Lets keep it real tho. Við strákarnir höfum sett allt okkar líf fyrir myndavélina og höfum aldrei haldið á handriti eða verið með eitthvað scriptað.“

Patrekur segir að þó svo að fyrsta serían af Æði, raunveruleikaþáttunum sem hann er í, hafi borið þess merki að vera mikið framleidd, eða „produced“ eins og hann segir, þá hafi verið góð ástæða fyrir því. „Við vissum „lowkey“ ekkert hvað við værum að gera út af því líka að Æði var fyrsta reality tv á Íslandi en það hætti strax og við byrjuðum á annarri seríu.“

Þá segir Patrekur að þættirnir þeirra hafi gert mikið fyrir minnihlutahópa hér á Íslandi. „Það er ekki í lagi að þið séuð að taka það frá okkur,“ segir hann. „Við erum 5 mjög kvenlegir samkynhneigðir strákar. Tveir okkar eru líka POC (e. people of color) og við erum að sýna líf sem ekki margir þekkja.“

Því næst skýtur hann harkalega á Birgittu og vitnar í umdeilt myndband hennar sem vakti mikla athygli fyrr á þessu ári. „En það er ekkert kannski nýtt að sumar ykkar séu að gera „grín“ að minnihlutahóp,“ segir hann en í myndbandinu sem um ræðir togar Birgitta augun sín svo þau líkist augum fólks af asískum uppruna.

Sjá einnig: Birgitta Líf biðst afsökunar á umdeildu myndbandi – „Þetta er rasismi“

Patrekur talar þá um það hvað hann hefði verið til í að sjá þætti eins og Æði þegar hann var yngri. „Ég hefði viljað svo mikið sjá einhvern eins og okkur í sjónvarpinu þegar ég var lítill og týndur. Ég vona að við séum allavega að sýna sérstaklega unga fólkinu að það er í lagi að vera öðruvísi, að vera þú sjálfur. Vonandi hjálpum við líka einhverjum að koma út og finna sig,“ segir hann.

Hann bendir á að í þáttunum hafi Patrekur og hinir strákarnir opnað sig um mjög erfiða hluti. „Eins og skilnað foreldra, föðurmissi, átraskanir og fleiri andleg vandamál,“ segir hann. „Auk þess höfum við komið með fullt af skemmtilegu sem var ekki scripted. Því þegar þú ert með personality þá þarftu ekkert handrit elskan.“

Patrekur þakkar þá framleiðendum þáttanna, Útvarpi 101 og Stöð 2, fyrir að hafa tekið sénsinn og gert þættina.

Hann sendir svo Birgittu og LXS-dívunum ráð. „Smá pro tip frá fyrstu íslensku raunveruleikastjörnunni. Raunveruleikasjónvarp snýst um persónuleika en ekki útlit og lífstíl. Þannig þið gætuð kannski orðið fyrstu scripted raunveruleikaþættirnir ef þið fáið fleiri seríur.“

Að lokum segir Patrekur að hann og hinir Æði-strákarnir séu á fullu að gera fimmtu seríu þáttanna. „Við munum mæta á skjáinn aftur og keep it real as always. Sending love and positivity til ykkar.“

Patrekur er ekki sá eini í Æði-teyminu sem er óánægður með ummæli Birgittu. „Disappointed but not surprised #lxs,“ segir Binni Glee, einn af Æði-strákunum, í færslu sem hann birti á Instagram-síðu sinni í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic
Fókus
Í gær

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“
Fókus
Í gær

Fyllti á framboðsfataskápinn á grænum markaði

Fyllti á framboðsfataskápinn á grænum markaði
Fókus
Í gær

Keppendur reiðir og í áfalli eftir allt Júró-dramað – „Ég gerði mitt besta í þessum aðstæðum“

Keppendur reiðir og í áfalli eftir allt Júró-dramað – „Ég gerði mitt besta í þessum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“