fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Ekkert gat drepið föður Matthew MacConaughey nema móðir hans – Dó við fullnægingu

Fókus
Mánudaginn 1. ágúst 2022 22:00

Matthew MacConaughey Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikarinn Matthew McConaughey hefur gefið út endurminningar sína í bók sem heitir ,,Greenlights”. Í henni greinir hann meðal annars frá stormasömu sambandi foreldra sinna.

Óskarsverðlaunahafinn segir faðir sinn, James McConaughey, hafa látist á meðan hann stundaði kynlíf með móður hans, Kay. Hann segir föður sinn oft haft á orði að sennilega myndi hann kveðja þennan heim við að stunda kynlíf með móður þeirra.

Leikarinn þykir mikið kyntákn. Mynd( Vida Alves McConaughey / Crown

McConaughey segir að móðir hans hafi hringt í hann og sagt föður hans látinn. Hann segir enn fremur að hann hafi fallið niður og vart trúað að faðir hans væri fallinn frá.

,,Ég trúði þessu ekki. Hann var pabbi minn og í mínum augum sterkastur í heimi. Ekkert eða enginn gat drepið föður minn. En hann sagði alltaf við mig og bræður mína: ,,Strákar, þegar að því kemur verður það á meðan ég er að elskast með mömmu ykkar. Og það er nákvæmlega það sem gerðist. Hann fékk hjartaáfall þegar hann fékk fullnægingu með mömmu..“ 

Þriðja hjónabandið

Samband foreldra McConaughey gekk í gegnum miklar sveiflur og fæddist leikarinn í þeirra þriðja hjónabandi. Foreldrar hans höfðu tvisvar skilið en gifst hvort öðru aftur. Í

bókinni segir McConaughey að á stundum hafi samband foreldra hans einkennst af ofbeldi en þess á milli hafi það verið fullt ástríðu.

,,Þetta var bara þeirra samskiptamáti og við þekktum ekkert annað,” segir McConaughey,.

Faðir hans dó við kynmökin árið 1992. Móðir hans er enn á lífi og er nú 88 ára gömul. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni