fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fókus

Lætur paparazzi ljósmyndara heyra það – „Skammist ykkar“

Fókus
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 09:30

Kourtney Kardashian og Travis Barker. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega viku síðan var trommarinn Travis Barker fluttur á sjúkrahús í Los Angeles og var eiginkona hans, raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian, við hans hlið allan tímann.

Það komst í ljós að hann var með brisbólgu (e. pancreatis), sem getur verið lífshættuleg í sumum tilvikum.

Hann hefur náð sér á strik en á meðan hann dvaldi á spítalanum birtu nokkrir slúðurmiðlar paparazzi myndir af Kourtney og héldu því fram að myndirnar hefðu verið teknar á meðan Travis lá veikur á spítalanum. Á myndunum var Kourtney að sinna erindum og versla í matinn.

Kourtney lét í sér heyra á Instagram og sagði myndirnar vera gamlar.

„Til paparazzi ljósmyndarans sem seldi myndir af mér „á ferð og flugi“ á meðan eiginmaður minn var á sjúkrahúsi að berjast fyrir lífi sínu… þessar myndir voru teknar fyrir viku síðan (ég man ekki einu sinni hvenær ég klæddist þessum jogging galla síðast),“ skrifaði raunveruleikastjarnan í færslu á Instagram.

Kourtney sagði að þetta væri fyrir neðan allar hellur og sagði paparazzi ljósmyndara „græða á martröðum okkar.“

Hún sagði að þetta hefði verið „virkilega asnalegt þar sem ég vék ekki frá hans hlið, skammist ykkar.“

Travis Barker tjáði sig um veikindum á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni. Hann sagðist vera þakklátur fyrir að líða betur þökk sér öflugri meðferð á sjúkrahúsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Í gær

„Fjögur ár af ást“

„Fjögur ár af ást“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun