fbpx
Föstudagur 19.ágúst 2022
Fókus

Vill minnisbælandi meðferð eftir að hafa kysst eiginmann bestu vinkonunnar

Fókus
Sunnudaginn 3. júlí 2022 18:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samviskubit og sektarkennd geta verið yfirþyrmandi. Fyrir eina konu er þetta svo slæmt að hún vill fara í minnisbælandi meðferð (e. memory-suppression treatment).

Hún óskar eftir aðstoð Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun.

„Mér líður hræðilega eftir að hafa kysst eiginmann bestu vinkonu minnar, svo hræðilega að ég vil gangast undir minnisbælandi meðferð. Ég hef lesið mér til um þetta og ég vil gleyma að þetta hafi gerst svo ég geti haldið áfram með líf mitt,“ segir hún.

„Ég er 34 ára, besta vinkona mín er jafngömul mér og eiginmaður hennar er 37 ára. Hann er algjör daðurdrós en ég hef alltaf staðist hann, þar til þetta örlagaríka kvöld. Ég var lítil í mér og mjög full, ég hrasaði í fang hans og við enduðum á því að kyssast.“

Konan á kærasta og líður einnig illa yfir því að hafa haldið framhjá honum. „Þetta hefur svo mikil áhrif á mig, ég get ekki sofið.“

Deidre svarar konunni. „Það er hægt að gangast undir minnisbælandi meðferðir en það er ekki algengt. Frekar en að reyna að gleyma, sem mun ekki breyta því sem gerðist, þá er betra að þú fyrirgefir sjálfri þér. Eiginmaður bestu vinkonu þinnar átti ekki að kyssa þig, þetta var eitt augnablik og þú munt ekki gera þetta aftur,“ segir hún og ráðleggur konunni að leita sér aðstoðar og ræða um þetta við fagaðila.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu

Segir þessa staði þá rómantískustu á landinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu

Nýr íslenskur þakbar á meðal þeirra bestu í Evrópu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa

Julia Fox veldur usla í djarfasta klæðnaðinum til þessa