fbpx
Föstudagur 12.ágúst 2022
Fókus

Britney ber móður sína þungum sökum

Fókus
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 19:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Britney Spears var í rúman áratug svipt sjálfræði sínu fyrir tilstuðlan fjölskyldu hennar sem taldi hana glíma við of alvarleg andleg veikindi til að geta borði ábyrgð á eigið lífi. Britney glímir við geðhvörf. Vegna þessa hafði söngkonan ekki forræði á auðæfum sínum, frítíma, atvinnu og varla sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama.

Ekki er langt síðan að langri baráttu hennar fyrir frelsi lauk með því að hún fékk aftur sjálfræði sitt, en upp að því hafði faðir hennar ásamt teymi starfsmanna farið með alla stjórn á lífi Britney og meðal annars meinað henni að gifta sig og fleiri börn.

Britney er frelsinu fegin og hefur meðal annars fagnað því með því að birta reglulega myndir af sér sem faðir hennar hefði verið mótfallinn. Hún er einnig búin að gifta sig og fá sér hund svo dæmi séu tekin.

Frá því að Britney fékk frelsið hefur reglulega birt færslur þar sem hún fer hörðum orðum um fjölskyldu sína fyrir að hafa ýmist stuðlað að lögfræðissviptingu hennar eða staðið aðgerðalaus hjá.

Í gær birti hún færslu á Instagram, sem nú hefur verið eytt, þar sem hún ber móður sína þungum sökum. Hún segir að móðir hennar hafi komið því til leiða að hún var vistuð á geðdeild án hennar samþykkis árið 2019. Hafi móðir hennar skipulagt það með löngum fyrirvara.

Hún segir einnig að móðir hennar hafi neytt hana til að mæta á AA-fundi þrátt fyrir að Britney þoli ekki áfengi.

„Þið særðuð mig svo djúpt að það er ekki einu sinni fyndið,“ skrifaði Britney í færslunni.

„Ég fékk þig, Miss Jacky, Allie og annan vin í heimsókn kvöldið áður en þeir numu mig á brott. Ég gerði ekkert rangt og þú varst að segja mér í sófanum að við þyrftum að fara til Malibu því einhverjir væru að koma að sækja mig og ég spurði hvers vegna. Ég trúði þessu ekki upp á ykkur. Við vorum með sleep-over kvöldið áður. 

Þetta var allt skipulagt og þú lést eins og þú hefðir ekki hugmynd um hvað væri í gangi. Tveimur vikum seinna gefur þú út bók þar sem þú fjallar um hvað ég var niðurbrotin þegar Kevin tók börnin mín – þetta var ofbeldi.“ 

Britney hafði fyrr í gær birt tvær aðra færslur sem hún svo eyddi en í annarri þeirra mátti sjá skjáskot af textaskilaboðum sem hún sendi á móður sína á meðan hún var í innlögninni á geðdeild. Þar lýsti Britney yfir áhyggjum af því hversu mikið af lyfjum hún var neydd til að taka meðal annars.

Sakaði Britney móður sína um að hafa ekki svarað skilaboðunum.

Móðir hennar, Lynne, svaraði um hæl og birti sömu skilaboðin þar sem svör hennar sáust og bað Britney u að setja sig í samband, hún elskaði hana og vildi hitta hana.

Svarið sem Britney gaf móður sinni var svo áðurnefnd færsla þar sem hún sakar móður sína um að hafa skipulagt innlögnina.

Hins vegar hafa margir aðdáendur velt því fyrir sér hvort ekki sé meira en augað sér hér. Lengi hafi leikir grunur á að faðir Britney hafi ritskoðað síma hennar og eytt skilaboðum sem hann vildi ekki að söngkonan læsi. Því gæti svo verið að hér sé leiðinlegur misskilningur á ferðinni milli mæðgnanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Olivia Newton-John er látin

Olivia Newton-John er látin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ásgeir Trausti nældi sér í Reykjavíkurdóttur

Ásgeir Trausti nældi sér í Reykjavíkurdóttur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Viima fékk nóg eftir hatursárás á gleðigönguna í Finnlandi – ,,Þetta er mjög íhaldssamt og heittrúað samfélag“

Viima fékk nóg eftir hatursárás á gleðigönguna í Finnlandi – ,,Þetta er mjög íhaldssamt og heittrúað samfélag“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telja að Filippus Bretaprins hafi verið guðleg vera

Telja að Filippus Bretaprins hafi verið guðleg vera
Fókus
Fyrir 6 dögum

Frændur skemmta sér yfir fyndnum orðum á færeysku

Frændur skemmta sér yfir fyndnum orðum á færeysku
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sigurður vaknaði slappur og líf hans gjörbreyttist – ,,Þau ykkar sem halda að Covid sé bara eins og hver önnur flensa vil ég segja – Bítið í ykkur“

Sigurður vaknaði slappur og líf hans gjörbreyttist – ,,Þau ykkar sem halda að Covid sé bara eins og hver önnur flensa vil ég segja – Bítið í ykkur“