fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Eign dagsins – Litríkt listaheimili á Laugaveginum

Fókus
Mánudaginn 25. júlí 2022 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eitthvað fágað, konunglegt og nostalgískt við ævintýralega eign sem nú er til sölu við Laugaveg.

Um er að ræða þriggja herbergja íbúð sem er 82 fermetrar að stærð. Það er kannski ekki stórt en íbúðin verður sérstaklega vegleg út af tæplega þriggja metra lofthæðinni, glæsilegum gipslistum og rósettum.

Húsið var reist árið 1927 og hefur íbúðinni verið viðhaldið svo að upprunalegir eiginlegar fá að njóta sín.

Fyrir áhugamenn um fasteignaviðhald er vert að taka fram að aðeins er ár síðan það var drenað og samkvæmt auglýsingu hefur eigninni verið vel viðhaldið í gegnum árin.

Garðurinn er einnig gróinn og fagur og fullkominn fyrir grillið.

Eignin vekur þó ekki síst eftirtekt vegna þess hvernig seljandi hefur mublerað hana. Djarfir litlir skreyta eignina og þung, hálf konungleg gluggatjöldin gefa íbúðinni ótrúlega óvenjulegan stíl og finnst manni helst sem að maður hafi ferðast aftur í tímann. Gólflistarnir eru sérlega fallegir og krúsídúllur ofarlega á veggjum í stofunni segja fágaðan brag ásamt þeirra fjölmörgu listaverka sem skreyta veggina. Húsgögnin brjóta heldur ekki stílinn og þykir manni jafnvel að sjónvarpið sé það eina sem kemur upp um að myndin sé ekki frá tíma fyrir uppfinningu imbakassans.

Nánar má lesa um eignina á fasteignavef DV. 

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Í gær

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 3 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða