fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Tíu hlutir sem þú vissir ekki um golf

Fókus
Laugardaginn 2. júlí 2022 09:00

Tiger Woods á golfvellinum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Golf nýtur alltaf mikilla vinsælda en þessi íþrótt á sér langa og merkilega sögu. Golfklúbburinn Panther Run í Flórída tók saman tíu merkilega hluti sem þú vissir líklega ekki um golf. 

  1. Golf var bannað

Það þykir ekki mikil uppreisn í því í dag að spila golf, eiginlega bara alveg öfugt. En það hefur ekki alltaf verið svo.

Golf var hreinlega bannað, ekki einu sinni heldur þrisvar, á árunum 1457 og 1744, vegna þess að yfirvöldum þótti golf trufla fólk við heræfingar.

Í upphafi var fólk líka oft að spila golf úti á götu og litið var á þetta sem mikla meinsemd.

Fótbolti var einnig bannaður um tíma af sömu ástæðum. Þetta truflaði heræfingar of mikið.

  1. Golf var fundið upp í Skotlandi

Það voru þeir sömu og bönnuðu íþróttina og upphaflega fundu upp á henni.

Skotar fundu upp golf árið 1457. Þrátt fyrir að golf hafi verið spilað hvar sem hægt var í upphafi voru síðar stofnaðir sérstakir golfklúbbar.

  1. Tiger Woods fór fyrst holu í höggi þegar hann var 8 ára

Kylfingurinn heimsfrægi Tiger Woods hefur kannski komist í vandræði í einkalífinu, en hann er engu að síður frábær í golfi.

Hann fór að sýna íþróttinni áhuga aðeins sex mánaða gamall og pabbi hans byrjaði að kenna honum golf þegar hann var tveggja ára. Hann æfði sig reglulega og fór í fyrsta skipti holu í höggi aðeins átta ára gamall.

  1. Tiger Woods sigraði 82 sinnum á PGA mótaröðinni

Allar þessar æfingar sem barn skiluðu sér sannarlega þegar komið var á fullorðinsárin og hefur Tiger Woods sigrað 82 sinnum á PGA mótaröðinni.

Sam Snead átti áður metið eftir að hafa sigrað 82 sinnum en Tiger jafnaði metið í október 2019.  Síðan er það Jack Nicklaus sem sigraði 73 sinnum. Þessir þrír eru taldir bestu kylfingar fyrr og síðar.

  1. Phil Mickelson er rétthentur

Það er erfitt að skrifa með „hinni“ höndinni, að skrifa með vinstri höndinni ef þú ert rétthent/ur.  Ímyndaðu þér þá hversu erfitt það er að nota „hina“ höndina til að spila íþrótt. Það er nefnilega það sem Phil Mickelson gerir.

Hann er rétthentur en notar vinstri höndina þegar hann spilar golf. En af hverju í ósköpunum? Þegar hann byrjaði að spila golf hermdi hann allt eftir föður sínum, en sá var örvhentur og sló því alltaf með vinstri höndinni.

  1. Fæstir kylfingar ná forgjöf undir 18

Flestir atvinnukylfingar eru með fjóra til sex í forgjöf, og það er áður en þeir verða atvinnumenn. Því miður eru ekki allir svona hæfileikaríkir og meirihluti kylfinga ná aldrei forgjöf undir 18.

En þýðir þetta að þú sért lélegur kylfingur? Alls ekki. Flestir kylfingar spila golf sé til ánægju í tómstundum sínum. Til að ná forgjöfinni undir 18 þarftu að taka æfingarnar upp á allt annað stig.

  1. Fyrsti golfhringur kvenna var spilaður árið 1811

Víða hefur hallað á konur í íþróttaheiminum í gegn um árin og þar er golf engin undantekning. Fyrsti golfhringur kvenna var nefnilega ekki spilaður fyrr en fjögur hundruð árum eftir að íþróttin varð til.

Þessi hringur var spilaður í Musselburgh í Skotlandi. Það var síðan árið 1867 sem fyrsti golfklúbburinn fyrir konur var stofnaður. Síðan þá hafa konur spilað golf. Þær hafa þó verið beittar misrétti en golfvöllurinn er að verða sífellt vinalegri fyrir kvenþjóðina.

  1. Líkurnar á að fara holu í höggi eru 12.500 á móti 1

Allir kylfingar vilja ná holu í höggi en alls ekki allir ná því. Ef þú ert enn að reyna þá vinnur tölfræðin ekki með þér.

Það er vegna þess að breidd holunnar er svo lítil og jafnvel atvinnumenn- og konur í golfi fara aldrei holu í höggi.

  1. Golfkúlur voru upphaflega búnar til úr fjöðrum og leðri

Ímyndaðu þér að slá leðurkúlu yfir golfvöllinn. Þannig var það upphaflega, golfkúlurnar voru búnar til úr leðri og vafðar fjöðrum.

Þeir sem bjuggu þær til bleyttu fjaðrirnar og vöfðu þeim síðan um leðrið. Þannig þornuðu fjaðrirnar þétt við leðrið. Það tók sinn tíma að búa golfkúlurnar til svona og þessar golfkúlur voru ekki þær áreiðanlegustu.

  1. Seinna voru golfkúlur (kannski) búnar til úr við

Þegar framleiðendur áttuðu sig á því að fiðraðar golfkúlur væru kannski ekki þær hentugustu var byrjað að prófa sig áfram með önnur efni.

Ekki liggja fyrir óyggjandi sannanir um þetta atriði en talið er að golfkúlur hafi verið gerðar úr við áður en nútíma golfkúlur urðu að veruleika.

Ef satt er, þá er líklegt að þessar golfkúlur hafi verið notaðar á 13. til 16. öld.

En af hverju viður? Jú, viður var notaður í mörgum öðrum íþróttum þar sem kúlur voru slegnar, og því ekki líka í golfi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana
Fókus
Fyrir 5 dögum

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám
Fókus
Fyrir 5 dögum

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“