fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Kim Kardashian stoppaði í miðju viðtali til að sussa á börnin sín

Fókus
Fimmtudaginn 23. júní 2022 11:25

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Kardashian er raunveruleikastjarna, snyrtivörumógúll, athafnakona og samfélagsmiðlastjarna – en hún er líka fjögurra barna móðir og stundum þarf hún að taka börnin með sér í vinnuna.

Á þriðjudagskvöldið var hún í spjallþættinum The Tonight Show with Jimmy Fallon. Nokkrum mínútum eftir að viðtalið byrjaði þurfti hún að stoppa til að sussa á syni hennar sem voru í áhorfendasalnum, Saint, 6 ára, og Psalm, 3 ára.

„Strákar, getið þið hætt? Þetta er fyrsta skiptið sem þið komið með mér í vinnuna,“ sagði hún og áhorfendur hlógu og klöppuðu.

Hún útskýrði síðan að synir hennar væru þarna með vinkonu hennar og dóttur hennar, Remi. „Það eru svo mikil læti í þeim. Krakkar, þetta er í fyrsta skipti sem þið komið með mér í vinnuna, ekki eyðileggja þetta. Kommon!“

Stuttu seinna þurfti Kim aftur að stoppa viðtalið vegna hávaða í krökkunum, en það var Psalm sem var með lætin og fór hann baksviðs.

Horfðu á viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Marko fékk þungan dóm
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókaspjall: Ráðgátur og óvænt endalok

Bókaspjall: Ráðgátur og óvænt endalok
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ömurlegt að í landi sem heitir Ísland, að það sé ekki hægt að iðka ísíþróttir“

„Ömurlegt að í landi sem heitir Ísland, að það sé ekki hægt að iðka ísíþróttir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hin helga kvöl – Hörkuspennandi glæpaflétta

Hin helga kvöl – Hörkuspennandi glæpaflétta