„Það hefur verið langþráður draumur að opna snyrtivöruverslun Hagkaups á netinu. Við lögðum því mikinn metnað í smíði á nýju vefversluninni og vorum með hóp viðskiptavina með okkur í þróunarferlinu sem gáfu okkur verðmæta endurgjöf á verslunina. Nú þegar er um 92% af snyrtivöruframboði Hagkaups fáanlegt í nýju vefverslunina og stefnum við að því að vera komin með allar vörur inn á næstu mánuðum. Í nýju versluninni má einnig finna efnismikið blogg og þar er alltaf hægt að leita í góð ráð og innblástur. Viðskiptavinir hafa tekið vefversluninni mjög vel og var mjög mikið fjör í pöntunum á síðustu Tax- free dögum Hagkaups. Það er okkur mikið ánægjuefni að geta nú þjónustað viðskiptavini okkar um allt land þar sem að við bjóðum upp á sendingar úr vefversluninni hvert á land sem er hratt og vel“ segir Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups.

„Við vorum að hefja markaðssetningu á nýju vefversluninni og ber herferðin yfirskriftina, Vertu Þú!. Við erum öll ólík og allskonar og vildum við minna á þau mikilvægu skilaboð í okkar markaðssetningu. Lífið er hreinlega skemmtilegra í smá lit og öll eigum við að hafa frelsi til að vera við sjálf, alveg eins og við viljum vera,“ segir Sigurður jafnframt.