fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Mel B kallar James Corden mesta „skíthæl“ Hollywood

Fókus
Mánudaginn 5. desember 2022 14:59

Mel B og James Corden.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi kryddpían Mel B lét allt flakka og kallaði spjallþáttastjórnandann James Corden „skíthæl.“

Söngkonan var gestur í spjallþættinum The Big Narstie Show í vikunni og svaraði spurningunni: „Hver er frægasti skíthæll sem þú hefur hitt?“

„Þau eru nokkur, James Corden, Geri Halliwell, Jessie J og ég,“ svaraði hún.

Geri Halliwell var í geysivinsælu stúlknasveitinni Spice Girls með Mel B og voru því aðrir gestir þáttarins mjög hissa á svari hennar.

„Ég elska Geri en hún er fokking pirrandi,“ útskýrði hún.

Aðspurð af hverju James væri á listanum sagði hún:

„Mér finnst eins og þú eigir alltaf að vera vingjarnlegur við fólk sem þú vinnur með, hvort sem það eru framleiðendur, myndatökumenn eða þeir sem sjá um hljóð eða lýsingu. Við erum öll að vinna að því sama, þannig þú ættir að vera vingjarnlegur og hann hefur ekki verið vingjarnlegur.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem James Corden er sakaður um dónaskap. Í október var hann bannaður af af veitingastaðnum Balthazar í New York, eigandinn sagði að James hefði sýnt starfsfólki staðarins yfirgengilegan dónaskap. Spjallþáttastjórnandinn baðst afsökunar í kjölfarið og viðurkenndi mistök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni